Verkfall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Átök lögreglu og verkafólks í Teamsters-verkfallinu í Minneapolis í Bandaríkjunum 1934.

Verkfall er skipulögð vinnustöðvun launafólks í fyrirtæki, starfsgrein(um) eða iðnaði til að ná fram til dæmis launahækkun eða bættum vinnuskilyrðum yfirleitt hjá starfsfólki sem fer í verkfall en stundum til að þrýsta á annarra vinnuveitendur, þá kallað "samúðarverkfall". Verkföll urðu fyrst almennt notuð í réttindabaráttu launafólks í Iðnbyltingunni þegar þörf skapaðist fyrir mikinn fjölda vinnuafls í verksmiðjum.

Verkfall getur verið ótímabundið eða tímabundin aðgerð en þá jafnvel endurtekin, hugsanlega reglulega. Stundum neita starfsmenn að vinna yfirvinnu, sem er strangt til tekið ekki verkfall.

Verkbann er andstæð aðgerð frá hendi vinnuveitanda.

Dæmi um verkföll[breyta]

Langvinn verkföll á Íslandi hafa t.d. átt sér stað í vinnudeilum kennara.

Tengt efni[breyta]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.