Fara í innihald

Arnór Hannibalsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Arnór Hannibalsson (24. mars 193428. desember 2012) var íslenskur heimspekingur og prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Arnór lauk meistaraprófi í heimspeki frá háskólanum í Moskvu og doktorsprófi í heimspeki frá háskólanum í Edinborg á Skotlandi.

Arnór fékkst einkum við fagurfræði, söguspeki, þekkingarfræði og vísindaheimspeki.

Arnór var sonur Hannibals Valdimarssonar og konu hans, Sólveigar Ólafsdóttur og átti sex systkini, þ.á m. Ólaf Hannibalsson og Jón Baldvin Hannibalsson og tvo hálfbræður.

Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona og frambjóðandi til embættis forseta Íslands árið 2012, er dóttir Arnórs.

  • 1999 Moskvulínan: Kommúnistaflokkur Íslands og Komintern, Halldór Laxness og Sovétríkin
  • 1987 Söguspeki
  • 1987 Fagurfræði
  • 1985 Um rætur þekkingar
  • 1985 Heimspeki félagsvísinda
  • 1979 Siðfræði vísinda
  • 1978 Rökfræðileg aðferðafræði
  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.