Anthony Denison

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Anthony Denison
Anthony Denison
Anthony Denison
Fæðingarnafn Anthony John Sarrero
Fædd(ur) 20. september 1949 (1949-09-20) (65 ára)
Búseta Harlem í New York í Bandaríkjunum
Ár virk(ur) 1982 -
Helstu hlutverk
Andy Flynn í The Closer
Aldo Burrows í Prison Break
Ray Luca í Crime Story

Anthony John Sarrero (fæddur 20. september 1949) í New York, einnig þekktur undir leikaranafni sínu Anthony Denison, er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The Closer og Prison Break.

Einkalíf[breyta]

Hann er uppalinn í Harlem og er elstur af þrem systkinum, foreldrar hans eru af Sikileyskum uppruna. Denison nafnið kemur frá guðmóður hans sem einnig studdi hann til þess að verða leikari.

Áður en hann fór út í leiklistina þá vann hann sem tryggingasölumaður og í frítíma sínum þá lék hann í ýmsum leikritum í New Paltz í New York.

Hefur hann unnið sem byggingarmaður, kynnir við skákmót, kynnir við kotrumót, trygginasölumaður, bílstjóri og dagblaðs ritstjóri.

Notaði hann hagnað sinn úr byggingafyrirtæki sínu til þess að borga fyrir háskólanámið. Hann stundaði nám við Ríkisháskólann í New York.

Ferill[breyta]

Sjónvarp[breyta]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Denison var árið 1986 í sjónvarpsmyndinni Crime Story. Lék hann síðan mafíuforingjann Ray Luca í sjónvarpsþættinum Crime Story sem var sýndur frá 1986 til 1988. Þegar Ken Wahl, stjarna Wiseguy (1987), varð fyrir slysi, þá var Denison valinn til þess að fylla upp með því að leika annan fulltrúa, í sögunni sem þegar var verið að nota í þættinum á þeim tíma. Lék hann John Henry Raglin, lögreglufulltrúa sem fór í dulgervi. Síðan þá hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Love and Marriage, Melrose Place, NYPD Blue, ER, Criminal Minds, Boston Legal og Playmakers. Kom fram í Charmed sem faðir systranna í fyrstu þáttaröðinni en var síðan skipt út fyrir James Read. Denison hefur frá 2005 leikið í The Closer til 2012 og síðan meir Major Crimes sem rannsóknarliðsforingjinn Andy Flynn.

Kvikmyndir[breyta]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Denison var árið 1981 í Waitress. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Criminal Passion, Opposite Corners, Skeleton Woman, Island Prey, Signal Lost og Answers to Nothing.

Kvikmyndir og sjónvarpsþættir[breyta]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1982 Waitress Moe sem Anthony Sarrero
1986 Just Married ónefnt hlutverk sem A.J. Denison
1990 Little Vegas Carmine de Carlo sem Anthony John Denison
1991 City of Hope Rizzo sem Anthony John Denison
1992 The Harvest Noel Guzmann sem Anthony John Denison
1994 Criminal Passion Nathan Leonard sem Anthony John Denison
1994 A Brilliant Disguise Andy Manola sem Anthony John Denison
1994 Men of War Jimmy G sem Anthony John Denison
1996 No One Could Protect Her Dan Rayner sem Anthony John Denison
1996 For Which He Stands Vinnie Grosso sem Anthony John Denison
1997 Opposite Corners Augie Donatello sem Anthony John Denison
1997 The Corporate Ladder Matt Taylor sem Anthony John Denison
1999 Surgeon General´s Warning Náunginn
1999 Road Kill Mr. Z
2000 Rocket´s Red Glare Marty sem Anthony John Denison
2000 The Last Producer Pókerspilari sem Anthony John Denison
2000 Skeleton Woman Victor sem Anthony John Denison
2000 Looking for an Echo Ray ´Nappy´ Napolitano
2002 The Tower of Babble John
2002 Now You Know Gary Richards
2003 Chasing Papi Fulltrúinn Quinn
2005 Choker Murcer
2005 Island Prey Peter Thornton sem Tony Denison
2006 Karla Rannsóknarfulltrúinn Buroughs
2007 Dead Write Dr. Bruno Alexander
2009 Signal Lost Charles Wright
2011 Pizza Man Ríkisrannsóknarmaður
2011 Answers to Nothing Kapteinn
2012 Trattoria Sal Sartini
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1986 Crime Story Ray Luca Sjónvarpsmynd
sem Anthony Denison
1986-88 Crime Story Ray Luca 28 þættir
sem Anthony John Denison
1988 The Great Escape II: The Untold Story Lt. Mike Corery sem Anthony John Denison
1988-1989 Wiseguy John Henry Raglin 4 þættir
sem Anthony Denison
1989 Full Exposure: The Sex Tapes Scandal Lt. James Thompson Sjónvarpsmynd
sem Anthony Denison
1989 I Love You Perfect ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
sem Anthony John Denison
1990 The Girl Who Came Between Them Barry Huntoon sem Anthony John Denison
1991 Before the Storm ónefnt hlutverk sem Anthony John Denison
1991 Under Cover Dylan Del´Amico sem Anthony John Denison
1991 Under Cover Dylan Del´Amico Sjónvarpssería
ónefndir þættir
1991 Child of Darkness, Child of Light Presturinn O´Carroll Sjónvarpsmynd
sem Anthony John Denison
1992 The Price She Paid Welles Sjónvarpsmynd
sem Anthony John Denison
1992 Lady Boss Cooper Turner Sjónvarpsmynd
sem Anthony John Denison
1993 The Amy Fisher Story Joey Buttafuoco Sjónvarpsmynd
sem Anthony John Denison
1993 Sex, Love and Cold Hard Cash Douglas Colson Sjónvarpsmynd
sem Anthony John Denison
1993 Full Eclipse Jim Sheldon Sjónvarpsmynd
sem Anthony John Denison
1994 SeaQuest DSV Bobby Þáttur: Greed for a Pirate´s Dream
sem Anthony John Denison
1994 Getting Gotti John Gotti Sjónvarpsmynd
sem Anthony John Denison
1996 Love and Marriage Jack Nardini 5 þættir
Anthony John Denison
1997 Melrose Place Jim Reilly 10 þættir
1998 Venegeance Unlimited Fógetinn James Broll Þáttur: Eden
sem Anthony John Denison
1998 Charmed Victor Halliwell Þáttur: Thank You for Not Morphing
2000 Walker, Texas Ranger Michael Westmoreland 2 þættir
2001 The Lone Gunmen Leynifulltrúi Alríkislögreglunnar Larry Rose Þáttur: The Lying Game
2001 The Haunted Heart Bill Sjónvarpsmynd
sem Anthony John Denison
2003 The District Sal Corruzo Þáttur: Where There´s Smoke
2003 She Spies Arthur Nagin Þáttur: Damsels in De-Stress
2004 NYPD Blue Tony Grimaldi- Þáttur: Chatty Chatty Bang Bang
2004 The D.A. Paul Harper 2 þættir
2004 ER Rannsóknarfulltrúinn Patrie Þáttur: White Guy, Dark Hair
2002-2005 JAG CAG USS Coral Sea/Cmdr. Stefan Stefnanopoulos 3 þættir
2005 CSI: Crime Scene Investigation Sy Magli Þáttur: King Baby
2005 Cold Case Mike 2005 Þáttur: Schadenfreude
2005 The O.C. Bobby Mills Þáttur: The Return of the Nana
2005 Criminal Minds Weigart Þáttur: L.D.S.K.
2006 Murder 101 Nelson Raymond Sjónvarpsmynd
2006 Boston Legal Kurt Loomis Þáttur: …There´s Fire!
2003-2006 Playmakers Þjálfarinn George 12 þættir
sem Anthony John Denison
2006 Prison Break Aldo Burrows 5 þættir
2008 Crash and Burn Francis Garrard Sjónvarpsmynd
2005-2012 The Closer Rannsóknarliðsforinginn Andy Flynn 108 þættir
2012 Major Crimes Rannsóknarliðsforinginn Andy Flynn 10 þættir
2012 Castle Mickey Dolan Þáttur: After Hours

Verðlaun og tilnefningar[breyta]

Prism verðlaunin

  • 2011: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir The Closer.

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2011: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2010: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2008: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.

Heimildir[breyta]

Tenglar[breyta]