Indíánalaukur
Indíánalaukur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Allium tricoccum Ait. 1789 not Blanco 1837[1] | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Samnefni
|
Allium tricoccum[2] er Norður-Amerísk lauktegund útbreidd um austur Kanada og austur Bandaríkin.[1]
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Allium tricoccum er fjölæringur með breiðum, sléttum grænum blöðum, oft með djúpfjólubláum blæ neðarlega á stönglunum, og lítt þroskaðan lauk. Allir hlutar blaðsins eru ætir. Blómstönglarnir koma eftir að blöðin hafa visnað, ólíkt hinum áþekka Allium ursinum, sem er með blöð og blóm á sama tíma. Hann vex í hnaus með ræturnar rétt undir jarðvegsyfirborðinu.[3]
Flokkun
[breyta | breyta frumkóða]Allium tricoccum var fyrst nefndur svo 1789 af skoska grasafræðingnum William Aiton, í Hortus Kewensis, bæklingi yfir plöntur ræktaðar í Grasagarðinum í Kew í London. Tegundin hafði verið flutt til Bretlands 1770. Seinna fræðiheitið tricoccum vísar til að hann hefur allt að þrjú fræ á hverjum blómlegg.[4]
- Afbrigði
Síðan maí 2014, hefur World Checklist of Selected Plant Families viðurkennt tvö afbrigði:[5]
- Allium tricoccum var. burdickii Hanes
- Allium tricoccum var. tricoccum
Þessari flokkun er fylgt af öðrum heimildum (t.d. Flora of North America),[6] þó að þessi tvö afbrigði eru stundum talin tvær tegundir, Allium tricoccum og Allium burdickii.[7] A. tricoccum var. burdickii var fyrst lýst af Clarence Robert Hanes 1953; nafnið burdickii err til heiðurs J.H. Burdick sem benti á mun á því sem var áðr talin mismunandi "races" í bréfum til Asa Gray.[8] Afbrigðið var skráð sem eigin tegund af Almut Gutter Jones 1979.
Afbrigðin eru aðgreind á nokkrum einkennum.[6] A. tricoccum var. tricoccum er almennt stærri en A. tricoccum var. burdickii: laukarnir eru stærri, blöðin eru 5 – 9 sm breið fremur en 2 – 4 sm breið og blómskipunin yfirleitt með 30–50 blóm fremur en 12–18. Að auki eru blaðstilkarnir og blómstilkarnir yfirleitt purpuralitir á var. tricoccum og hvítir hjá var. burdickii. Blöðin á var. burdickii eru einnig með minna greinilega blaðstilka en var. tricoccum.
Saga og þjóðhættir
[breyta | breyta frumkóða]Chicago fékk nafn sitt vegna þéttra breiða af tegundinni nálægt Lake Michigan í Illinois Country sem voru enn á 17du öld. Chicago River var nefnd eftir innfæddu nafni tegundarinnar, samkvæmt landkönnuðinum Robert Cavelier, sieur de La Salle, og af félaga hans, náttúrufræðingnum og dagbókahöfundinum Henri Joutel.[9] Tegundin shikaakwa (chicagou) á máli innfæddra ættbálka, var eitt sinn talin vera Allium cernuum, en rannsóknir um 1990 sýndu fram á að Allium tricoccum væri rétta tegundin.[9][10]
Til matar
[breyta | breyta frumkóða]Menominee,[11] Cherokee,[12][13][14] Iroquois,[15] Potawatomi[16] og Ojibwa[16] neyta allir jurtarinnar í hefðbundnum mat sínum.
Til lækninga
[breyta | breyta frumkóða]Cherokee nota hana einnig sem vor-tónik, gegn kvefi og hálsbólgu (croup). Þeir nota einnig hetan safann gegn eyrnabólguT.[13] The Ojibwa use a decoction as a quick-acting emetic.[17] Iroquois nota einng seyði af rótinni til að meðhöndla orma í börnum, og nota hana einnig sem vor-tónik til að "hreinsa sig út".[18]
Í Appalachia hefur hann löngum verið fagnað að vori, og verið talinn bót margra vetrarkvilla. Í reynd hefur vítamín og steinefnainnihald hans bætt heilsu fólksins sem var almennt án grænmetis yfir veturinn.[19]
Er tegundin staðbundið vinsæl meðal Kanadamanna og hefur uppskera hennar valdið mikilli fækkun hennar svo að víða eru miklar hömlur á hve mikið má taka og hvar.[20][21][22]
Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Allium tricoccum“. World Checklist of Selected Plant Families. Royal Botanic Gardens, Kew. Sótt 24. maí 2014.[óvirkur tengill]
- ↑ "Allium tricoccum". Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 2 February 2012.[óvirkur tengill]
- ↑ „Cultivation of Ramps“. North Carolina State University. Afrit af upprunalegu geymt þann 26 mars 2014. Sótt 19. febrúar 2014.
- ↑ Aiton, William (1789). Hortus Kewensis. 1. árgangur. Hortus Kewensis vol 1, page 428
- ↑ „Search for Allium tricoccum“. World Checklist of Selected Plant Families. Royal Botanic Gardens, Kew. Sótt 24. maí 2014.
- ↑ 6,0 6,1 McNeal Jr., Dale W. & Jacobsen, T.D. „Allium tricoccum“. Í Flora of North America Editorial Committee (ritstjóri). Flora of North America (online). eFloras.org. Sótt 21. ágúst 2016.
- ↑ „ITIS Standard Report Page: Allium burdickii“. Sótt 21. ágúst 2016.
- ↑ „Allium tricoccum“. Thismia.com. Sótt 21. ágúst 2016.
- ↑ 9,0 9,1 Zeldes, Leah A. (5. apríl 2010). „Ramping up: Chicago by any other name would smell as sweet“. Dining Chicago. Chicago's Restaurant & Entertainment Guide, Inc. Afrit af upprunalegu geymt þann 11 maí 2011. Sótt 2. maí 2010.
- ↑ Swenson, John F. (Winter 1991). „Chicago: Meaning of the Name and Location of Pre-1800 European Settlements“. Early Chicago. Afrit af upprunalegu geymt þann 14 maí 2011. Sótt 22. maí 2010.
- ↑ Smith, Huron H. 1923 Ethnobotany of the Menomini Indians. Bulletin of the Public Museum of the City of Milwaukee 4:1-174 (p. 69
- ↑ Witthoft, John 1977 Cherokee Indian Use of Potherbs. Journal of Cherokee Studies 2(2):250-255 (p. 251)
- ↑ 13,0 13,1 Hamel, Paul B. and Mary U. Chiltoskey 1975 Cherokee Plants and Their Uses -- A 400 Year History. Sylva, N.C. Herald Publishing Co. (p. 52)
- ↑ Perry, Myra Jean 1975 Food Use of "Wild" Plants by Cherokee Indians. The University of Tennessee, M.S. Thesis (p. 47)
- ↑ Waugh, F. W. 1916 Iroquis Foods and Food Preparation. Ottawa. Canada Department of Mines (p. 118)
- ↑ 16,0 16,1 Smith, Huron H. 1933 Ethnobotany of the Forest Potawatomi Indians. Bulletin of the Public Museum of the City of Milwaukee 7:1-230 (p. 104)
- ↑ Densmore, Frances 1928 Uses of Plants by the Chippewa Indians. SI-BAE Annual Report #44:273-379 (p. 346)
- ↑ Herrick, James William 1977 Iroquois Medical Botany. State University of New York, Albany, PhD Thesis (p. 281)
- ↑ Davis, Jeanine M.; Greenfield, Jacqulyn. „Cultivating Ramps: Wild Leeks of Appalachia“. Purdue University. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. maí 2011. Sótt 6. maí 2011.
- ↑ „Regulation respecting threatened or vulnerable plant species and their habitats“. Gazette officielle. Éditeur officiel du Québec. 1. maí 2014. Sótt 19. maí 2014.
- ↑ „Garlic lovers answer the call of the wild“. Globe and Mail. 21. maí 2007. Sótt 19. maí 2014.
- ↑ „NRCS: USDA Plants Profile and map: A. tricoccum“. USDA. Afrit af upprunalegu geymt þann 25 apríl 2013. Sótt 19. maí 2014.
Viðbótarlesning
[breyta | breyta frumkóða]- Core, Earl Lemley (1945). "Ramps". Castanea 10:110-112.
- Davies, D. (1992). Alliums: The Ornamental Onions. Portland: Timber Press. ISBN 0-88192-241-2.
- Facemire, Glen. (2009). Having your ramps and eating them too. Parsons, WV: McClain Printing. ISBN 978-0-87012-783-0.
- Woodward, P. (1996). Garlic and Friends: The History, Growth and Use of Edible Alliums. South Melbourne: Hyland House. ISBN 1-875657-62-2.
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Wild Leeks – April's Wild Food of the Month! Geymt 15 maí 2018 í Wayback Machine Forager Press. 2006. Retrieved 10 March 2013.