Konunglegi grasagarðurinn í Kew

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Inni í vatnaliljahúsinu.

Konunglegi grasagarðurinn í Kew (e. Royal Botanic Gardens, Kew eða Kew Gardens) er grasagarður og hópur gróðurhúsa á milli hverfanna Richmond og Kew í suðvestur-London á Englandi. Hann er mikilvægur ferðamannastaður og rannsóknarstofnun í grasafræði. Þar vinna 700 manns og honum eru veittar 56 milljónir breskra punda árlega. Um það bil tvær milljónir ferðamanna heimsóttu garðinn árið 2008. Hann var stofnaður árið 1759 og hélt upp á 250 ára afmælið árið 2009.

Forstjórinn er Stephen Hopper og hann sér um stærsta safn lifandi jurtanna í heimi. Yfir 650 vísindamenn vinna þar. Í lifandi söfnunum eru yfir 30.000 jurtategundum og í jurtasafninu eru yfir sjö milljónir niðurlagða jurta (þetta er stærsta safn jurta í heimi). Í bókasafni garðsins eru yfir 750.000 bækur og það eru um 175.000 myndir og teikningar af jurtum í myndsafninu.

  Þessi Lundúnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.