Óperuhúsið í Sydney

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Óperhúsið í Sydney séð að norðan

Óperuhúsið í Sydney er tónlistarhús í Sydney, Nýja Suður-Wales, Ástralíu. Það var hannað af danska arkitektinum Jørn Utzon og opnaði 1973. Leyfi var veitt fyrir byggingu hússins af bæjarstjórn Nýja Suður-Wales 1958 og framkvæmdir hófust ári síðar. Óperuhúsið er staðsett á Bennelong Point í höfn Sydney, nálægt Syndneyhafnarbrúnni. Það er í norðaustasta hluta aðalviðskiptahverfis Sydney og er umlukið á þrjá vegu af höfninni og á landi af konunglega grasagarðinum.

Þrátt fyrir nafnið hýsir húsið marga tónlistarviðburði. Óperuhúsið er eitt af vinsælustu tónlistarhúsum heims, með 1.500 sýningar á ári sem eru sóttar af 1,2 milljón manns árlega. Húsið er aðsetur Opera Australia, Sydney Theatre Company og Sydney Symphony Orchestra. Það er einnig eitt af vinsælustu ferðamannastöðum Ástralíu, með yfir sjö milljón heimsóknir á ári.[1][2]

Húsið er rekið af Sydney Opera House Trust, undir menningaráðuneyti Nýja Suður-Wales. Húsið komst á heimsminjaskrá UNESCO 28. júní 2007.[3]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Sydney Opera House 2011 Annual Report – Vision and Goals“. Sótt 25. janúar 2013.
  2. „Sydney Opera House 08/09 Annual Report“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 5. september 2012. Sótt 20. júní 2010.
  3. Braithwaite, David (28. júní 2007). „Opera House wins top status“. The Sydney Morning Herald. Sótt 28. júní 2007.
  Þessi byggingarlistgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.