Ólafsfjarðarvatn
Útlit
Ólafsfjarðarvatn er um 2,5 ferkílómetra stórt stöðuvatn í Ólafsfirði. Vatnið er aðeins um 250 metra frá sjó en rif skilur milli sjávar og vatnsins og á því rifi stendur Ólafsfjarðarkaupstaður að hluta.
Talið er að Kúluskítur, sem annars finnst ekki nema á örfáum stöðum í heiminum, þar á meðal í Mývatni, hafi fundist í vatninu árið 2012.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Kúluskítur í Ólafsfjarðarvatnir“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. nóvember 2012.