Kúluskítur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Kúluskítur í Akan vatni í Japan.

Kúluskítur er heiti kúlulaga vaxtarforms grænþörungsins Aegagropila linnaei (fræðiheiti), en hann getur einnig tekið á sig önnur form. Kúluskíturinn leikur þýðingarmikið hlutverk í lífríki þeirra stöðuvatna sem hann finnst í, m.a. sem skjól lítilla dýrategunda og kísilþörunga.

Kúluskítur er grænleitur, loðinn og getur orðið allt að 15cm í þvermál. Skíturinn er í raun vefur hárfínna þráða sem vaxa út frá miðju og mynda þannig kúlaga flóka. Hver kúla er sjálfstæð planta sem liggur laus frá botni vatnsins. Talið er að hann lifi einungis á örfáum stöðum í heiminum, og aðallega í tveimur stöðuvötnum, þ.e. í Mývatni og í Akanvatni í Japan. Í Japan er honum haldinn sérstök hátíð í október með skrúðgöngu og dansi. Mývetningar hafa tekið sér japani að vissu leyti til fyrirmyndar og hafa frá 2003 efnt til kúluskítshátíðar á haustinn.

Nafngift og orðsifjar[breyta]

Nafnið kúluskítur er tilkomið frá bændum í Mývatnssveit sem almennt kalla allan þann gróður sem festist í netum þeirra, „skít“. Önnur heiti eru vatnamýll, vatnadúnn, vatnaskúfur, kúluskúfur.

Heimildir[breyta]

  • Árni Einarsson og Marianne Jensdóttir. 2002. Kúluskítur. Náttúrufræðingurinn 71: 34-39

Tenglar[breyta]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.