Ó-vegir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ó-vegir eru þrír vegir á Íslandi sem þóttu ógreiðfærir og hættulegir og liggja um staði sem byrja á bókstafnum Ó. Ó-vegirnir voru þrír, vegur um Óshlíð á Vestfjörðum, vegur um Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi og vegur um Ólafsfjarðarmúla á Norðurlandi.