Á rauðum sokkum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Á rauðum sokkum : baráttukonur segja frá er bók um Rauðsokkahreyfinguna sem kom út árið 2011. Í bókinni rekja 12 konur sögu Rauðsokkahreyfingarinnar og segja frá sjálfri sér og hvers vegna þær tóku þátt í baráttu hreyfingarinnar. Konurnar eru: Björg Einarsdóttir, Edda Óskarsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Gerður G. Óskarsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Guðrún Friðgeirsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Lilja Ólafsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Vilborg Sigurðardóttir. Dagný Kristjánsdóttir ritar eftirmála bókarinnar og Olga Guðrún Árnadóttir ritstýrði bókinni. Bókin var gefin út í Reykjavík af Háskólaútgáfunni og Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Olga Guðrún Árnadóttir (ritstj.) (2011). Á rauðum sokkum, baráttukonur segja frá. Háskólaútgáfan og RIKK. ISBN 9789979549260.