Xabi Alonso
Útlit
Xabi Alonso (fæddur 25. nóvember 1981) er spænskur fyrrum knattspyrnumaður og núverandi knattspyrnustjóri sem stýrir Bayer 04 Leverkusen. Hann spilaði sem miðjumaður fyrir meðal annars félagsliðin Liverpool FC, Real Madrid og Bayern München. Einnig spilaði hann fyrir spænska landsliðið.
Alonso vann Bundesliga 2023-2024 með Bayer Leverkusen og braut 11 ára sigurgöngu Bayern Munchen. Leverkusen var taplaust í deildinni það tímabil. Einnig vann liðið þýska bikarinn það tímabil og komst í úrslit Evrópukeppni félagsliða en tapaði fyrir ítalska liðinu Atalanta.
Þetta æviágrip sem tengist knattspyrnu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.