Willow Smith
Willow Smith | |
---|---|
Fædd | Willow Camille Reign Smith 31. október 2000 Los Angeles |
Störf | Tónlistarkona, leikkona |
Þekkt fyrir | Söngkona,leikkona |
Foreldrar | Will Smith og Jada Pinkett Smith |
Vefsíða | www.willowsmith.com |
Willow Camille Reign Smith (fædd 31. október 2000), einnig þekkt sem Willow er bandarísk söngkona, lagahöfundur, leikkona og dansari. Hún er dóttir leikaranna Will Smith og Jada Pinkett Smith og yngri systir leikarans og tónlistarmannsins Jaden Smith. Hún vakti fyrst athygli í myndinni I Am Legend sem hún lék í ásamt föður sínum. Næsta hlutverk hennar var í myndinni Kit Kittredge: An American Girl. Hún hlaut Young Artist Award fyrir leik sinn í henni.
Willow byrjaði tónlistarferill sinn haustið 2010 þegar hún gaf út smáskífurnar „Whip My Hair“ árið 2010 og „21st Century Girl“ árið 2011. Hún varð yngsti tónlistarmaðurinn hjá útgáfufyrirtækinu Roc Nation árið 2010. „Whip My Hair“ komst í 11. sæti á Billboard Hot 100. Myndbandið við það lag var tilnefnt til BET verðlaunanna[1] sem myndband ársins árið 2011. Hún gaf út sína fyrstu plötu, Ardipithecus 11. desember 2015.
Barnæska
[breyta | breyta frumkóða]Willow Smith fæddist 31. október 2000 í Los Angeles, Kaliforníu.[2] Hún er dóttir leik- og tónlistarkonunnar Jada Pinkett Smith og leikara og tónlistarmanninum Will Smith. Hún á tvö eldri systkini: bróðir hennar Jaden Smith, leikari og tónlistarmaður, og hálfbróðir hennar Willard Carroll „Trey“ Smith III, leikari og plötusnúður.
Smith gekk í Sierra Canyon skólann í Los Angeles.[3]
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]2007–2013: Willow kemst í sviðsljósið á leiklistar og tónlistarsviði
[breyta | breyta frumkóða]Willow byrjaði leikferil sinn í myndinni I Am Legend þar sem hún lék ásamt föður sínum.[4] Næsta myndin sem hún lék í, Kit Kittredge: An American Girl,[5] kom út 2. júlí 2008. Árið 2008 talsetti hún fyrir unga Gloríu í Madagascar: Escape 2 Africa, þar sem móðir hennar Jada talaði fyrir eldri Gloríu.
Í júní 2009 tilkynnti Jada Pinkett Smith, móðir Willow í viðtali í sjónvarpsþættinum Lopez Tonight, að Willow myndi gefa út sína fyrstu plötu. Willow gaf síðan út sína fyrstu smáskífu „Whip My Hair“ sem varð mjög vinsæl í Bandaríkjunum. Skömmu seinna tilkynnti Willow sína næstu smáskífu „21st Century Girl”. Daginn eftir að hafa frumflutt lagið í sjónvarpsþættinum The Oprah Winfrey Show , gaf hún það út 3. febrúar 2011. Myndbandið kom út 9. mars 2011. 20. janúar 2011 tilkynnti Will Smith að hann ætlaði sér að endurgera Broadway söngleikinn Annie í kvikmyndarformi þar sem Willow myndi leika titilhlutverkið. [6]Þrátt fyrir það var Willow talin of gömul fyrir hlutverkið og í febrúar 2013 fékk Quvenzhané Wallis hlutverkið.[7]
6. október 2011 kom lagið „Fireball“, út í samstarfi með rapparanum Nicki Minaj. Fireball stóð ekki undir væntingum og komst ekki í neina vinsældarlista í Bandaríkjunum.
Framleiðandi Willow tilkynnti að vinnslu á fyrstu plötunni hennar væri nánast lokið. Hann sagði einnig að platan væri í svipuðum stíl og „Whip My Hair”. Titill plötunnar var seinna sagður vera Knees and Elbows.[8] Hún átti að koma út í kringum apríl 2012 en seinna var tilkynnt að útgáfu væri frestað.
1. maí 2012 gaf hún út tónlistarmyndband við lagið „Do it Like Me (Rockstar)“.[9] 2. júlí 2012 frumsýndi Smith tónlistarmyndbandið við lagið „I Am Me“ á BET verðlaununum. 17. júlí sama ár gaf hún út sína fjórðu smáskífu „I Am Me“ á iTunes og Amazon.
Knees and Elbows hefur enn ekki verið gefin út og hefur líklegast orðið að yfirgefnu verkefni. Sumarið 2013 byrjuðu Willow og DJ Fabrega samstarf sem kallaðist „Melodic Chaotic“. „The Intro“ var það fyrsta sem þau gáfu út undir því nafni. „Summer Fling“ var svo annað og kom út 6. júlí 2013. Myndbandinu var leikstýrt af Willow og Mike Vargas sem hafði áður leikstýrt myndbandinu hennar fyrir „I Am Me“. Lagið Summer Fling hefur verið gagnrýnt fyrir óviðeigandi notkun á orðinu „fling.“ og eftirlíkingu hennar á breskum hreimi.[10][11] [12]16. september 2013 flutti Willow lagið „Summer Fling“ í sjónvarpsþættinum The Queen Latifah Show. Á meðan flutningi stóð sagði hún: „Til þess að útskýra nánar, þýðir orðið fling eitthvað sem endist ekki lengi ... og þetta lag er tileinkað öllum börnum í heiminum sem finnst sumarið aldrei endast nógu lengi. “
2014–2018: 3, Ardipithecus og The 1st
[breyta | breyta frumkóða]24. október 2014 var tilkynnt af Willow og FADER að hún myndi gefa út fyrstu stuttskífu sína „3“ 31. október 2014. Sama dag hélt hún tónleika í New York borg í FADER tjaldinu þar sem hún flutti lög af stuttskífunni, þ.á.m „8“, „9“ og lagið „5“ sem hún flutti með bróður sínum. Hún flutti einnig lagið „Summer Fling“, og nýja útgáfu af vinsæla laginu „Whip My Hair“.
Willow gaf út smáskífuna „ F Q-C #7“ 7. maí 2015.[13] Tónlistarmyndband kom út samdægurs á Vevo. [14] Eftir útgáfuna á tónlistarmyndbandi við lagið „Why Don't You Cry“ [15]gaf Willow út fyrstu plötuna sína Ardipithecus þann 11. desember 2015.[16] Til útskýringar um titil plötunnar sagði Willow: „Ardipithecus Ramidus (sic) Sahelanthropus tchadensis er vísindalegt heiti yfir fyrstu steingervingana af mannætt sem fundnir voru á jörðinni. Ég vildi nefna tónlistarsamsetningu mína eftir því vegna þess að á meðan ég var að semja þessi lög var ég í svo miklu breytingarástandi. Ég gróf djúpt í jarðvegi hjartans míns og fann búta og hluta af mínu forna sjálfi sem segir sögur sem enduðu á því að verða textarnir við þessi lög.“ [17]
Á 17 ára afmælisdeginum sínum, 31. október 2017 gaf hún út sína aðra plötu The 1st sem hefur fengið mikil hrós fyrir tónlistarþróun þess, þá sérstaklega getu Willow að skapa tónlist sem fetar í spor forvera hennar í R&B af 10. áratugnum, þrátt fyrir að hafa ekki verið á lífi á þeim tíma.[18] Hún fór í tónlistarferðalag eftir útgáfu plötunnar ásamt Jhene Aiko, St. Beauty, Kodie Shane og Kitty Cash út árið 2017.[19]
Ásamt móður sinni og ömmu, Adrienne Banfield-Norris, stjórnar Willow vefþættinum Red Table Talk sem hlaut henni tilnefningu til Daytime Emmy verðlaunanna.[20][21]
2019 – nútíð: Willow og The Anxiety
[breyta | breyta frumkóða]24. júní 2019 tilkynnti Willow Smith sína þriðju plötu, Willow. Platan kom út 19. júlí 2019 og var framleitt í sameiningu af Willow sjálfri og Tyler Cole.[22] Tvíeykið gaf út plötu saman sem ber titilinn The Anxiety árið 2020.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Í júní 2019 kom Willow út úr skápnum sem tvíkynhneigð og sagði, „Ég elska menn og konur jafnt.“ Hún minntist einnig á stuðning sinn við fjölbreytileg sambönd og löngun hennar í að vera í slíku sambandi. [23]
Tónlistarferill
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Ardipithecus (2015)
- The 1st (2017)
- Willow (2019)
- The Anxiety (2020)[24]
Stuttskífur (EP)
[breyta | breyta frumkóða]- R I S E (2020) (ásamt Jahnavi Harrison)
Kvikmyndar og sjónvarpsferill
[breyta | breyta frumkóða]Ártal | Titill | Hlutverk | Athugasemdir |
---|---|---|---|
2007 | I Am Legend | Marley Neville[25][26] | |
2008 | Kit Kittredge: An American Girl | Countee Garby | |
Madagascar: Escape 2 Africa | Baby Gloria (rödd) | ||
2009 | Merry Madagascar | Abby (rödd) | Sjónvarpsmynd |
2009–2010 | True Jackson, VP | Young True[27] | tveir þættir |
2017 | Neo Yokio | Helenist (rödd) | Þáttur: „O, the Helenists“ |
2018 | Adventure Time | Beth the Pup Princess (rödd) | Þáttur: „Come Along with Me“ |
2018–nútíð | Red Table Talk | Hún sjálf | Þáttarstjórnandi; 37 þættir |
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Ártal | Verðlaun | Flokkur | Tilnefning | Niðurstöður |
---|---|---|---|---|
2008 | Young Artist Awards | Besti árangur leikkonu í kvikmynd (Ung leikkona tíu ára eða yngri) | I Am Legend | Tilnefnd |
2009 | Besti árangur í kvikmynd (Ungur leikhópur) | Kit Kittredge: An American Girl | Vann | |
2010 | Annie Award | Talsetning í sjónvarpsframleiðslu. | Merry Madagascar | Tilnefnd |
2011 | VirtuaMagazine Awards | Besti nýji tónlistarmaðurinn | Hún sjálf | Vann |
NAACP Image Award[28] | Framúrskarandi nýr tónlistamaður | Vann | ||
Framúrskarandi tónlistarmyndband | „Whip My Hair“ | Tilnefnd | ||
O Music Awards | Vinsælasta myndbandið | Vann | ||
BET Awards | Myndband ársins | Tilnefnd | ||
Besti nýji tónlistarmaðurinn | Tilnefnd | |||
YoungStar verðlaunin | Hún sjálf (vann ásamt Jaden Smith) | Vann | ||
2012 | Hún sjálf | Tilnefnd | ||
MP3 Music Awards | BTM verðlaunin | „Fireball“ (ásamt Nicki Minaj) | Tilnefnd | |
2013 | „I Am Me“ | Vann | ||
2014 | VEVOCertifiedAwards | 100,000,000 áhorf | „Whip My Hair“ | Vann |
2016 | Tískuverðlaun 2016 | Ný tískutákn | Hún sjálf (vann ásamt Jaden Smith) | Vann |
2020 | Daytime Emmy Awards[29] | Framúrskarandi þáttarstjórnandi upplýsandi sjónvarpsþáttar | Red Table Talk | Tilnefnd |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Happy birthday, Willow Smith! 12 reasons why she's cooler than most of us“.
- ↑ „Willow Smith biography“.
- ↑ Orloff, Brian; Lazaruk, Lauren (2. desember 2007). „Will Smith: My Daughter Wants to Be Paris Hilton“. People. Sótt 8. júní 2010.
- ↑ Smith, Krista. „Rising Son: The New Karate Kid“. Vanity Fair (bandarísk enska). Sótt 3. janúar 2021.
- ↑ „Will Smith Planning 'Annie' Remake With Jay-Z“. ScreenRant (bandarísk enska). 20. janúar 2011. Sótt 3. janúar 2021.
- ↑ „Quvenzhané Wallis to star in new big-screen 'Annie'“. EW.com (enska). Sótt 3. janúar 2021.
- ↑ „HuffPost - Breaking News, U.S. and World News“. HuffPost (enska). Sótt 3. janúar 2021.
- ↑ „Willow Smith Do It Like Me (Rockstar) Music Video | Teen.com“. web.archive.org. 25. júní 2013. Afritað af uppruna á 25. júní 2013. Sótt 3. janúar 2021.
- ↑ „Willow Smith's "Summer Fling" Video Is Full of Fake Accents, Dancing & Young Love—Watch Now!“. E! Online. Tue Jul 09 02:29:00 GMT+0 2013. Sótt 3. janúar 2021.
- ↑ „Willow Smith and Her Fake Accent Have a Blast in 'Summer Fling' Video“. Jezebel (bandarísk enska). Sótt 3. janúar 2021.
- ↑ „Willow Smith Debuts Video For Song Summer Fling, Fakes British Accent“. web.archive.org. 20. nóvember 2013. Afritað af uppruna á 20. nóvember 2013. Sótt 3. janúar 2021.
- ↑ „Willow Smith Performs 'Summer Fling' on 'The Queen Latifah Show'“. Rap-Up. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. september 2014. Sótt 1. júní 2014.
- ↑ F Q-C # 7 - Single by WILLOW (bandarísk enska), sótt 3. janúar 2021
- ↑ „Willow - F Q-C #7 - YouTube“. web.archive.org. 27. maí 2015. Afritað af uppruna á 27. maí 2015. Sótt 3. janúar 2021.
- ↑ Staff, i-D. (17. september 2015). „world premiere: watch willow smith's new video 'why don't you cry'“. i-D (enska). Sótt 3. janúar 2021.
- ↑ ARDIPITHECUS by WILLOW (bandarísk enska), sótt 3. janúar 2021
- ↑ „Willow Smith surprise releases debut album“.
- ↑ „Willow: The 1st“. Pitchfork (enska). Sótt 3. janúar 2021.
- ↑ „Jhené Aiko Announces 'Trip' Tour with Willow Smith“. Rap-Up (bandarísk enska). Sótt 3. janúar 2021.
- ↑ „The understated genius of Jada Pinkett-Smith's Red Table Talk“.
- ↑ „Daytime Emmy Awards: 'General Hospital' Tops Nominations | Hollywood Reporter“. www.hollywoodreporter.com. Sótt 3. janúar 2021.
- ↑ „Willow Smith Announces New Album and Mini-Tour“. Def Pen (bandarísk enska). 25. júní 2019. Sótt 3. janúar 2021.[óvirkur tengill]
- ↑ „Willow Smith Comes Out: 'I Love Men and Women Equally'“. www.pride.com (enska). 25. júní 2019. Sótt 3. janúar 2021.
- ↑ Asmelash, Leah. „Willow Smith and Tyler Cole release new album 'The Anxiety' after spending 24 hours in a museum“. CNN.
- ↑ Howell, Peter (3. desember 2007). „Will Smith goes it alone“. Toronto Star. Sótt 8. júní 2010.
- ↑ Freydkin, Donna (11. desember 2007). „'Legend' premiere has that Smith family vibe“. USA Today. Sótt 8. júní 2010.
- ↑ don't forget "testing true"! :). Ashley Argota, YouTube, a.k.a. ashargota (official YouTube channel). 1:42 minutes in. "Willow Smith, who is Will Smith's daughter, is going to be playing Young True."
- ↑ D'Zurilla, Christie (7. mars 2011). „'21st Century Girl' Willow Smith wins new-artist NAACP Image Award“. Los Angeles Times. Tribune Company. Sótt 8. mars 2011.
- ↑ Nordyke, Kimberly; Howard, Annie (22. maí 2020). „Daytime Emmy Awards: 'General Hospital' Tops Nominations“. The Hollywood Reporter. Sótt 22. maí 2020.