Wilhelm Keitel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wilhelm Keitel árið 1942.

Wilhelm Bodewin Gustav Keitel (22. september 188216. október 1946) var þýskur hershöfðingi (þ. Generalfeldmarschall) í Þriðja ríkinu. Hann var æðsti yfirmaður þýska heraflans (þ. Oberkommando der Wehrmacht) í síðari heimsstyrjöld. Keitel var sóttur til saka fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Nürnberg réttarhöldunum, fundinn sekur og dæmdur til dauða. Hann var hengdur sem stríðsglæpamaður þann 16. október árið 1946.