Wikipedia:Gæðagreinar/Samráð olíufélaganna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samráð olíufélaganna var ólöglegt verðsamráð olíufélaga á Íslandi. Þrjú olíufélög: Ker hf., Olís og Skeljungur stunduðu verðsamráð sem hófst ekki seinna en í mars 1993 og fram að lokum þess tímabils sem rannsókn Samkeppnisstofnunar náði til, í desember 2001. Samkeppnisstofnun (nú Samkeppniseftirlitið) úrskurðaði fyrirtækin fjögur til hárrar sektar þann 28. október 2004. Öll áfrýjuðu þau sektinni.

Fjölmargir lögaðilar hafa höfðað mál gegn olíufélögunum í þeim tilgangi að fá skaðabætur. Í febrúar 2008 voru olíufélögin dæmd til þess að greiða Reykjavíkurborg 73 milljónir í skaðabætur, í maí 2010 til þess að greiða Vestmannaeyjabæ 14 milljónir og í júní 2011 var greint frá því að olíufélögin hefðu greitt Stoðum 110 milljónir í skaðabætur og bandaríska fyrirtækinu Alcoa sem rekur álverið í Straumsvík nokkuð lægri bætur. Hins vegar hefur Ker hf. stefnt íslenska ríkinu (og samkeppnisyfirvöldum) þar sem því þykir ekki sannað að það hafi haft nokkurn fjárhagslegan ávinning af samráðinu. Í janúar 2012 stefndi íslenska ríkið olíufélögunum og fór fram á skaðabætur að upphæð 25 milljónir.

Lesa áfram um samráð olíufélaganna...