Vitsmunavísindi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vitsmunavísindi (e. cognitive science) er fjölþætt þekkingarsvið sem hefur það markmið að kanna hæfileika hugans til þess að setja fram og reikna og hvernig þessum hæfileikum er komið fyrir í heilanum.

Í vitsmunavísindum er fengist við það hvernig unnið er úr táknum, og þau taka til jafnólíkra greina og sálfræði, tölvunarfræði, málvísinda, mannfræði, heimspeki, uppeldisfræði, stærðfræði, verkfræði, lífeðlisfræði og taugavísinda.

Skilgreiningin er fengin úr gagnagrunni Íslenskrar málstöðvar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.