Valdarno

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efri hluti Valdarno séð frá Pratomagno.

Valdarno er langur dalur í Toskana á Ítalíu þar sem Arnó rennur frá Arezzo til Flórens og lengra, allt vestur að Písa. Dalurinn var á miðöldum bitbein borganna tveggja og síðar vettvangur fyrstu bylgju iðnvæðingar á svæðinu. Hann skiptist í efri Valdarno (ofan Flórens) og neðri Valdarno (neðan Flórens).

Sveitarfélög[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.