Vísindi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loðvík 14. heimsækir Frönsku vísindaakademíuna árið 1671.

Vísindi er vitneskja og það að vita. Vísindalegrar þekkingar afla menn með rannsóknum, það er með kerfisbundinni leit að þekkingu.

Hrein og hagnýtt vísindi[breyta | breyta frumkóða]

Hagnýtt vísindi eru þær fræðigreinar þar sem rannsóknir geta haft bein áhrif á þjóðfélagið, t.d. er hægt að selja lyf framleidd vegna rannsókna í lyfjafræði. Hrein vísindi eru hins vegar fræðigreinar sem hafa óbein áhrif á þjóðfélagið en þekkingar er aflað óháð því hvort þær hafi hagnýtt gildi eða ekki en afraksturinn af rannsóknum fræðimanna þeirra greina er nýttur í rannsóknir í fræðigreinum hagnýttra vísinda.

Vísindaleg aðferð[breyta | breyta frumkóða]

Nátengd skilgreiningu á vísindum er skilgreining á því sem kallast vísindaleg aðferð. Hin vísindalega aðferð er í raun ekki ein tiltekin aðferð, heldur ákveðin aðferðafræði eða viðhorf um það hvers lags aðferðir eru vænlegar til að auka vísindalega þekkingu. Samkvæmt þessari aðferðafræði ber að leggja mikla áherslu á að athuganir séu hlutlægar og að aðrir vísindamenn geti sannreynt niðurstöðurnar, og að rannsóknir skuli miðast við að sannreyna afleiðingar sem hægt er að leiða út af kenningum.

Athugun[breyta | breyta frumkóða]

Athugun er fyrsta þrepið við kenningarmyndun en í því felst að vakin er athygli á ástæðunni fyrir því að farið sé út í kenningarmyndun og aðrar athugasemdir á viðfangsefninu. Þekking sem styðst eingöngu við athugun en ekki tilraun kallast reynsluþekking. Mikill hluti nútímavísinda byggir eingöngu á reynsluþekkingu.

Tilgáta[breyta | breyta frumkóða]

Tilgáta er annað þrepið en þá er sett fram óstaðfest lausn eða aðferð út frá athugunum sem voru gerðar í fyrra þrepinu.

Tilraun[breyta | breyta frumkóða]

Tilraunir eru gerðar til að annað hvort staðfesta eða hrekja tilgáturnar sem settar voru fram í fyrra þrepi. Í þessu þrepi er framkvæmd bæði aðaltilraun og samanburðartilraun en munurinn felst í því að í aðaltilrauninni er prófað að framkvæma aðferðina eða lausnina sem skilgreind var í tilgátunni sem sett var fram en samanburðartilraunin er framkvæmd á sama hátt, nema sleppt að framkvæma það sem prófað er með aðaltilrauninni.

Kenning[breyta | breyta frumkóða]

Kenning er sett fram af þeim sem framkvæmdi tilraunina og fer hún eftir niðurstöðunum úr henni. Hverjar sem niðurstöðurnar verða, þá er hægt að setja fram kenningu um það sem prófað var. Þegar kenning er mynduð þarf að fylgja lýsing á öllu ferlinu ásamt þeim rannsóknargögnum sem leiddu til niðurstöðunnar svo að aðrir geti staðfest eða afsannað kenningu. Í heimi vísindanna er ekkert sem telst algerlega sannað og byggist allt á því sem að menn vita best á hverjum tíma. Kenningar eiga til með að mótast eða verið afsannaðar eftir að þær hafa verið settar svo að taka skal tillit til þess þegar kenningar eru íhugaðar. Þess ber að minnast að svonefnd „lögmál“ eru kenningar, þrátt fyrir að nafngiftin segi annað.

Munurinn á kenningu og lögmáli[breyta | breyta frumkóða]

Kenningar verða ekki að ígrunduðu máli að lögmálum. Kenningar og lögmál lýsa tveim mismunandi hlutum. Lögmál lýsir reglubundnum hlutum (t.d. þyngdaraflinu) sem hægt er að nota til að spá fyrir um hluti. T.d. þyngdarlögmálið sem á alltaf við eftir því að við best vitum, af því að það er lögmál getum við búist við því að það eigi við hlut í framtíðinni og getum því notað formúlur til að spá fyrir um niðurstöðu (mun bolti detta í gólfið ef ég sleppi honum?). Kenning er samansafn lögmála og reglna sem útskýra náttúruleg fyrirbrigði. T.d. þá getur þróunarkenning Darwins útskýrt steingervinga og sameiginlegt erfðaefni tegunda, en getur ekki spáð fyrir um hvernig þróun ákveðinnar tegundar verður.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]


Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni