Trölladyngja (Ódáðahrauni)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Trölladyngja er geysimikill hraunskjöldur og ein mesta gosdyngja Íslands, um 10 km í þvermál. Hún er í Ódáðahrauni, norðan við Vatnajökul í framhaldi af Dyngjuhálsi og Dyngjujökli.

Trölladyngja er 1460 m há og rís um 600 m upp fyrir auðnina í kring. Gosaskjan er sporöskjulaga, 1200-1500 m löng, um 500 m á breidd og 100 m á dýpt. Hraun hefur runnið úr honum til allra átta en mest þó til norðurs, hugsanlega alla leið niður í Bárðardal. Alls er talið að frá Trölladyngju hafi runnið um 15 rúmkílómetrar af hrauni.

Framan af var fjallið nefnt Skjaldbreiður en Þorvaldur Thoroddsen gaf því heitið Trölladyngja.

Tengill[breyta]

  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.