Tríkínuveiki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lífsferill tríkínuþráðorma sem valda tríkínuveiki

Tríkínuveiki (Trichinosis) er sníkjudýrasjúkdómur sem stafar af tíkínum sem eru hringormar(sníkjuþráðormar). Mest hætta er á að smit berist í menn á stöðum þar sem hefð er fyrir að borða hrátt kjöt eða hefð fyrir að reykja kjöt af veiðidýrum og búa til skinku og pylsur. Það er einkum í Frakklandi og Ítalíu og hafa komið upp tríkínufaraldrar en þeir hafa verið raktir til hrossakjötsáts. Þar sem tríkínur eru ekki algengar í hrossum er talið að þar hafi hross étið kjötúrgang eða verið fóðruð á dýrapróteinum (svínakjöti) fyrir slátrun. Tríkínusmit hefur borist í menn úr heimilissvínum (svín sem ekki hafa verið heilbrigðisvottuð) og úr villibráð svo sem  villisvínum, skógarbjörnum og greifingjum. Á Grænlandi voru áður mörg tilvik af tríkínuveiki. Árið 2001 kom þar upp tríkínusmit sem talið talið var vegna neyslu á þurrkuðu kjöti af rostungi. Talið er að allt að helmingur hvítabjarna á Grænlandi sé smitaður af tríkínum. Hvítabjörn sem skotinn á Hornströndum á Íslandi árið 1963 reyndist smitaður af tríkínum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]