Superserious

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
superserious
UppruniGarðabær, Ísland
Ár2021-í dag
StefnurIndie-rokk
ÚtgefandiAlda Music
MeðlimirDaníel Jón Baróns

Kristinn Þór Óskarsson

Haukur Jóhannesson

Helgi Einarsson

Superserious er íslensk indie-hljómsveit frá Garðabæ. Hljómsveitin samanstendur af söngvaranum, lagasmiðnum og gítarleikaranum Danna Baróns, gítarleikaranum Hauki Jóhannessyni, bassaleikaranum Kristni Þór Óskarssyni og trommaranum Helga Einarssyni.

Hljómsveitin var stofnuð snemma árið 2021, en strákarnir kynntust í Garðaskóla.

Danni bjó í London, Englandi frá 2016-2019, þar sem flest fyrstu laganna voru samin. Stuttu eftir heimkomu til Íslands, var hljómsveitin stofnuð af þeim Danna, Kristinni og Hauki. Innan við ári seinna hafði hljómsveitin skrifað undir samning við Alda Music (Universal Music Group). Árið 2022 bættist við trommuleikarinn Helgi.

Fyrsta EP plata sveitarinnar, ,,Let's Get Serious", kom út í október 2021[1] og innihélt smáskífur sem náðu fyrsta sæti á vinsældarlistum útvarpsstöðva landsins.

Í október 2022 gaf hljómsveitin út fyrstu smáskífu væntanlegrar LP plötu sinnar, en það er lagið ,,Bye Bye Honey"[2]. Sú plata var að mestu tekin upp í Malmö, Svíþjóð af Arnari Guðjónssyni og Kristni Þór Óskarssyni, sumarið 2022. Systir Danna, Heiða Dóra Jónsdóttir, söng bakraddir á þeirri plötu ásamt því að semja texta. Hún kom fram með sveitinni árið 2022 og 2023.

Superserious kom fram á Iceland Airwaves hátíðinni 2022 og fengu lof frá David Fricke, sem starfaði sem ritstjóri Rolling Stone tímaritsins til fjölda ára. Það sama ár vann hljomsveitin verðlaun sem besti nýliði Airwaves hátíðarinnar.

Hljómsveitin hefur fengið þrjár tilnefningar til Hlustandaverðlaunanna á Íslandi árin 2022 og 2023 og komu fram á SPOT tónlistarhátíðinni í maí 2023 sem og á Iceland Airwaves sama ár.

Fyrsta breiðskífa sveitarinnar er væntanleg þann 26. apríl 2024 og mun heita ,,Seriously?".

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

EP plötur:[breyta | breyta frumkóða]

  • Let's get serious (2021)

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hreggviðsson, Þorsteinn (11. október 2021). „Superserious - Lets Get Serious - RÚV.is“. RÚV. Sótt 10. apríl 2023.
  2. Hanna, Elísabet (21. október 2022). „Var alltaf að skipta út konum og svo þornuðu sénsarnir upp - Vísir“. visir.is. Sótt 10. apríl 2023.