Sundskáli Svarfdæla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sundskáli Svarfdæla (Árni Hjartarson, apríl 2009)

Sundskáli Svarfdæla er talinn vera ein fyrsta yfirbyggða sundlaug landsins. Sundskálinn var vígður sumardaginn fyrsta 1929 og er enn í notkun.

Sundskáli Svarfdæla er reistur úr steinsteypu og með steyptu þaki. Laugin sjálf er 12,5 x 5 m. Vatn til laugarinnar var tekið úr volgum uppsprettum við Laugastein í hlíðinni ofan við skálann. Þar er fallega hlaðinn inntaksbrunnur laugarvatnsins. Vatnið var ekki nema um 20°C heitt. Árið 1965 var borað eftir vatni sunnar í Laugahlíðinni. Þaðan fékkst um 30°C heitt vatn sem bæði var notað í laugina og til upphitunar í skólahúsnæðinu á Húsabakka en þar þurfti að skerpa vel á því.

Sundskálinn var sjálfseignastofnun á vegum ungmennafélaganna í Svarfaðardal og Dalvík fram til 1966 en síðan í eigu Húsabakkaskóla og Dalvíkurskóla að jöfnu. Sundskálinn var í mikilli og samfelldri notkun bæði til kennslu og fyrir almenning allt þar til Sundlaug Dalvíkur var reist. Á tímabili voru útisamkomur haldnar við Sundskálann, t.d. lýðveldishátíðin 1944.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Sundskáli Svarfdæla. Lesbók Morgunblaðsins 4. árg. 47. tbl. 24. nóvember 1929