Suðurgata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Suðurgata er tengibraut í Reykjavík, sem liggur frá Túngötu í norðri til Skerjafjarðar í suðri, þar sem hún breytist í götuna Einarsnes. Við Suðurgötu eru Hólavallagarður og Stofnun Árna Magnússonar, auk þess sem segja má að Þjóðarbókhlaðan, Hótel Saga, Þjóðminjasafn Íslands og fleiri kennileiti standi við hana, þótt þau tilheyri öðrum götum. Hámarkshraði á Suðurgötu er 50 kílómetrar á klukkustund. Gatan er kennd við suðurátt vegna þess að hún liggur í suður frá gamla miðbænum, en áður en hún fékk þetta formlega nafn var hún kölluð ýmsum nöfnum, m.a. Kirkjugarðsstræti og var einnig nefnd Kærleiksbraut í hálfkæringi. Suðurhluti götunnar, sunnan Hringbrautar, hét upphaflega Melavegur. Við Suðurgötu 2 stóð áður Dillonshús, eitt elsta hús Reykjavíkur. Þar er nú bílastæði.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.