Stífla (Skagafirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stífla er byggðarlag í Fljótum í Skagafirði, innri hluti Fljótadalsins. Upphaflega átti heitið við hólaþyrpingu sem er þvert yfir dalinn og var ýmist kölluð Stífla eða Stífluhólar en nafnið færðist seinna yfir á sveitina innan við hólana. Þar var áður sléttur, gróinn og fallegur dalur, þar sem áður voru allmargir bæir. Stífluá rann um sveitina en breytti um nafn við Stífluhóla og hét eftir það Fljótaá.

Um 1940 var ákveðið að virkja ána til að afla rafmagns fyrir Siglufjörð og hófust framkvæmdir árið 1942. Stífla var gerð í gljúfrum í Stífluhólum og var Skeiðsfossvirkjun vígð 1945. Innan við hólana var vatn, Stífluvatn, en það stækkaði til muna við virkjunina og fóru lönd margra jarða undir vatn að miklu leyti og sumar þeirra lögðust í eyði. Vatnið er nú 3,9 ferkilómetrar.