Sprang

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sprang eða sprangsaumur er forn útsaumsaðferð. Sprang virðist hafa verið notað um verk unnin með ísaumuðu neti sem og með úrrakssaum. Sprang var ýmist unnið í net sem var hnýtt og kallaðist þá riðsprang eða í grunn sem saumað var í grunn sem svo efnisþræðir voru dregnir úr.

Orðið sprang kemur í íslenskum miðaldaheimildum oftast fyrir í sambandi við kirkjuklæði og kemur orðið sprangdúkur frá 1394 og í sögu frá svipuðum tíma er talað um sprang í þessari setningu: "þa skal bera til synis þat klokazta smaþing, sem huers hiakona hefir sprangat" Á 17. öld hefur sprang verið notað um saum í hnýtt net en allt bendir til þess að með tímanum hafi merking orðsins orðið víðtækari og það átt við hvers konar opinn saum, bæði ísaumað net og útdregna og útklippta grunna.

Ekki eru til íslenskar heimildir um þá fléttunartækni sem nefnd er sprang á Norðurlandamálum og felst í að ríða net og sauma þannig að það sé teygjanlegt. Slík net hafa verið notuð allt frá bronsöld sem hárnet.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.