Norðmannsreynir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sorbus norvegica)
Norðmannsreynir
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Aria
Tegund:
S. norvegica

Tvínefni
Sorbus norvegica
Hedl.

Norðmannsreynir (Sorbus norvegica) er reynitegund.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Norðmannsreynir getur orðið mest 15m hár með stofn að 25 sm í þvermál. Blöðin eru breið aflöng til öfugegglaga, breiðust við eða fyrir ofan miðju; að ofan dökkgræn, og að neðan gráhvít hæring. Óreglulega sagtennt. Blómin eru hvít og eru í breiðum hálfsveip. Berin eru rauð, kringlótt og 10 til 13 sm löng.

Útbreiðsla og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Norðmannsreynir finnst næstum einvörðungu í Noregi þar sem hann vex meðfram ströndinni frá Halden í Østfold til Sirevåg í Rogaland. Nokkrir fundarstaðir á Vestlandet eru líklega útplantanir eða úrvilling úr ræktun. Í Svíþjóð finnst hann á nokkrum stöðum í Bohuslän og Dalsland. Tegundin vex í kjarri, skógarjaðri, fjöllum og skriðum.

Norðmannsreynir er fjórlitna og fjölgar sér með geldæxlun. Hann hefur líklega komið fram við tvöföldun litninga hjá hinni suðlægari tegund Seljureyni (Sorbus aria).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.