Langbakur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Skutbíll)
2018 Volvo V60 langbakur
Hefðbundin uppsetning á bíla stólpum, stallbakur (þrír kassar), langbakur (tveir kassar), hlaðbakur (tveir kassar), allt af sömu gerðinni

Langbakur (stundum kallað skutbíll) er gerð af stallbak þar sem yfirbygging bílsins fer yfir farþegarýmið og skottið og gerir það að sameiginlegu rými með aðgang að aftan í gegnum afturhlera eða fimmtu hurð í stað skottloks. Þessi gerð af yfirbyggingu breytir venjulega þriggja kassa hönnun stallbaks bíla yfir í tveggja kassa hönnun. Stallbaks og langbaks gerðir af sama bílnum deila oft sama A-stólp og B-stólp en langbakurinn er þá með öðruvísi C-stólp og bætir við fjórða D-stólp. Langbakur hefur miklu stærra skottrými heldur en stallbakur og er hægt að stækka það ennþá meira með því að leggja niður aftursætin.

  Þessi bílagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.