Skrápflundra
Skrápflundra | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Not evaluated
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Hippoglossoides elassodon D. S. Jordan & C. H. Gilbert, 1880 |
Skrápflundra (Fræðiheiti: Hippoglossoides elassodon) er flatfiskur af flyðruætt. Gunnar Jónsson fiskifræðingur hefur gefið fiskinum íslenska heitið skrápflundra.[1] Vegna útlits skrápflundrunnar gengur hún einnig undir enska nafninu cigarette paper og paper sole. Skrápflundra er ekki þessi eiginlega kolategund sem finnst aðeins í Atlantshafi, heldur er hún af flyðruætt (Pleuronectidae) og er því náskyld skrápflúru, lúðu og grálúðu en þeir fiskar veiðast við Ísland.[2]
Útlit
[breyta | breyta frumkóða]Fiskurinn er mjög líkur skrápflúru, lúðu og grálúðu í útliti: langvaxinn, sporöskjulagaður, frekar þunnur, hausinn miðlungsstór og kjafturinn stór. Tennurnar eru beittar. Bæði augun eru stór og vinstra augað liggur aftur. Uggar eru sambærilegir við ugga annarra flatfiska. Rákin á miðju fisksins er bein aftur í styrtlu.[3] Litur augnhliðarinnar er frá því að vera dökk ólífu brún til þess að vera rauð grá-brún að lit, sumir fiskanna eru með dökka bletti en alls ekki allir. Blinda hliðin er hvít og hálf gagnsæ á sumum svæðum.[4]
Stærð og aldur
[breyta | breyta frumkóða]Skápflundra er frekar smár fiskur, algeng stærð er frá 25-30 cm en verður allt að 50 cm löng. Þetta er langlífur fiskur og getur orðið allt að 34 ára gamall.[5] Hún verður kynþroska 2-3 ára gömul á suðlægum slóðum þar sem sjórinn er hlýr en 6 ára á norðlægum slóðum þar sem sjórinn er kaldari.[6]
Heimkynni og útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Heimkynni skrápflundru eru frá Japanshafi, í Okhotskhafi í Rússlandi og í öllu Beringshafi að ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum.[7] Hún lifir á mjúkum blönduðum leir og sandbotni á 6 – 549 metra dýpi. Fullorðnir eru venjulega undir 180 metra dýpi en ungviðið er grynnra.[8]
Hrygning
[breyta | breyta frumkóða]Skrápflundran hrygnir frá febrúar og fram í maí. Hver hrygna hrygnir 72 – 600 þúsund eggjum. Eggin eru sviflæg þar til þau klekjast á 9 – 20 dögum, það fer allt eftir hitastigi sjávar. Á vorin að lokinni hrygningu færir fiskurinn sig upp á grunninn þar sem fæðan er meiri. Ungviðið vex og þroskast í grunnum árósum, flóum og nálægt ströndinni.[9]
Fæða og óvinir
[breyta | breyta frumkóða]Fæða skrápflundrunnar er margvísleg en aðallega éta þær hryggleysingja sem lifa á botninum eins og krabbadýr, skeldýr, slöngustjörnur, fiskseiði og smokkfiska. Sjálfar eru þær vinsæl fæða og étnar af kyrrahafsþorsk, lúðu, alaskaufsa og tannkola.[10]
Veiðar og veiðiaðferðir
[breyta | breyta frumkóða]Fiskurinn er þéttastur í Beringshafi og er mest veiddur þar, einnig er hann veiddur á norðaustur og norðvestur kyrrahafsveiðisvæðunum.[11]
Skrápflundran er í dag eingöngu veidd af Bandaríkjamönnum við Alaska á veiðisvæðinu Pacific North East.[12] Japanir veiddu mikið af skrápflundru á árunum 1950 til 1985 en þá hættu Japanir veiðum á skrápflundru eftir að veiði erlendra skipa var bönnuð í Alaskaflóa.[13] Árleg veiði hefur verið á bilinu 13 – 25 þúsund tonn síðustu ár og meðalveiðin 18 þúsund tonn.[14]
Kvóti ársins 2011 náðist ekki. Það náðist ekki nema þriðjungur kvótans eða 13.550 tonn af 41.548 tonna kvóta.[15]
Markaðir
[breyta | breyta frumkóða]Markaðir fyrir skrápflundru eru um allan heim. Þó er mest af henni selt innan Bandaríkjanna en eitthvað er selt á heimsmarkaði.
Lang stærstur hluti stofnsins er veiddur í botntroll. Þó eru 30% veidd í flottroll. Veiðitímabilið er frá janúar til júní.[16] Trúlega er skrápflundran meðafli á flotrollsveiðum.
Árið 2010 var verðmæti tegundarinnar 2,1 milljarður og veiðin var um 18 þúsund tonn. Það gerir 119 krónur fyrir hausaðan og slægðan kola.[17] Á sama tíma var meðalverð á skrápflúru á markaði á Íslandi um 41 króna á kíló fyrir slægðan fisk og framboðið var 52 tonn.
Heimildaskrá
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hafrannsóknarstofnunin. (e.d.). Sjávardýraorðabók. Sótt 5. febrúar 2013 af http://www.hafro.is/undir.php?ID=22&REF=3
- ↑ Fishwatch. (e.d.). Flathead Sole. Sótt 5. febrúar 2013 af http://www.fishwatch.gov/seafood_profiles/species/sole/species_pages/flathead_sole[óvirkur tengill]
- ↑ FAO. (e.d.). Species fact sheets, hippoglossoides elassodon. Sótt 5. febrúar 2013 af http://www.fao.org/fishery/species/2547/en FAO. (2009)
- ↑ Karmer, D. E., W. H. Barss, B. C. Paust og B. E. Bracken (1995). Guide to NORTHEAST PACIFIC Flatfishes Families Bothidae, Cynoglossidae, and Pleuronectidae. Alaska: University of Alaska Fairbanks.
- ↑ FAO. (e.d.). Species fact sheets, hippoglossoides elassodon. Sótt 5. febrúar 2013 af http://www.fao.org/fishery/species/2547/en FAO. (2009)
- ↑ Fishwatch. (e.d.). Flathead Sole. Sótt 5. febrúar 2013 af http://www.fishwatch.gov/seafood_profiles/species/sole/species_pages/flathead_sole[óvirkur tengill]
- ↑ Fishbase. (e.d.). Hippoglossoides elassodon. Sótt 5. febrúar 2013 af http://www.fishbase.de/summary/Hippoglossoides-elassodon.html Geymt 30 mars 2016 í Wayback Machine
- ↑ FAO. (e.d.). Species fact sheets, hippoglossoides elassodon. Sótt 5. febrúar 2013 af http://www.fao.org/fishery/species/2547/en
- ↑ Fishwatch. (e.d.). Flathead Sole. Sótt 5. febrúar 2013 af http://www.fishwatch.gov/seafood_profiles/species/sole/species_pages/flathead_sole[óvirkur tengill]
- ↑ Fishwatch. (e.d.). Flathead Sole. Sótt 5. febrúar 2013 af http://www.fishwatch.gov/seafood_profiles/species/sole/species_pages/flathead_sole[óvirkur tengill]
- ↑ FAO. (e.d.). Species fact sheets, hippoglossoides elassodon. Sótt 5. febrúar 2013 af http://www.fao.org/fishery/species/2547/en FAO. (2009)
- ↑ FAO. (e.d.). Species fact sheets, hippoglossoides elassodon. Sótt 5. febrúar 2013 af http://www.fao.org/fishery/species/2547/en FAO. (2009)
- ↑ Eastern Fisheries, Inc. (e.d.) Flatfish, Flathead Sole/Market Overview. Sótt 5. febrúar 2013 af http://easternfisheries.com/harvest/flathead_sole.html Geymt 14 mars 2016 í Wayback Machine
- ↑ Fishwatch. (e.d.). Flathead Sole. Sótt 5. febrúar 2013 af http://www.fishwatch.gov/seafood_profiles/species/sole/species_pages/flathead_sole[óvirkur tengill]
- ↑ Iquique us. (e.d.). Individual species. Sótt 5. febrúar 2013 af http://www.iquiqueus.com/?id=72&form_data_id=23 Geymt 1 febrúar 2015 í Wayback Machine
- ↑ Fishwatch. (e.d.). Flathead Sole. Sótt 5. febrúar 2013 af http://www.fishwatch.gov/seafood_profiles/species/sole/species_pages/flathead_sole[óvirkur tengill]
- ↑ Fishwatch. (e.d.). Flathead Sole. Sótt 5. febrúar 2013 af http://www.fishwatch.gov/seafood_profiles/species/sole/species_pages/flathead_sole[óvirkur tengill]