Skjaldarmerki Finnlands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Finnlands.

Skjaldarmerki Finnlands er prýtt gylltu ljóni með kórónu á höfði. Bakgrunnurinn er rauður alsettur níu hvítum rósum. Í stað hægri framlappar hefur ljónið hönd vopnaða sverði. Afturlappirnar standa á sveðju.

Skjaldarmerkið varð opinbert árið 1978 en var búið til um árið 1580.