Fara í innihald

Skallagrímsgarður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Skallagrímsdalur)

Skallagrímsgarður er lystigarður í Borgarnesi miðju, upp af Kveldúlfsvík. Samkvæmt Egils sögu drukknaði Böðvar Egilsson, sonur Egils í Borgarfirði og er heygður í Skallagrímsgarði. Þar voru fyrir heygðir fyrir þeir Kveldúlfur og Skallagrímur sonur hans, faðir Egils Skallagrímssonar. Í garðinum er minnismerki um Egil Skallagrímsson með vísan í Sonatorrek, eftirmæli Egils um Böðvar og Gunnar syni sína, en Gunnar hafði dáið skömmu áður en Böðvar drukknaði.

  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.