Sjávarlíffræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjávarlíffræði er sú undirgrein líffræðinnar, sem fæst við rannsóknir á dýrum og plöntum, sem eiga kjörlendi sitt í hafvistkerfum. Þeir sem leggja stund á greinina kallast sjávarlíffræðingar.

Þar sem margar fylkingar, ættir og ættkvíslir eiga kjörlendi sitt í vatnsvistkerfum og aðrar á landi flokkar sjávarlíffræði tegundir eftir umhverfi þeirra en ekki eftir hefðbundnum aðferðum flokkunarfræðinnar.