Siturlögn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Siturlögn er fráveiturör með götum á botninum, þetta rör er hannað til að taka við skólpvatni frá rotþró. Siturlögn er götuð þannig að næst rotþrónni eru götin færri, en fleiri eftir því sem lengra dregur. Götin eru á botni rörsins og allt upp að miðju.

Siturlögn er lögð með um 2‰ halla á hvern lengdarmetra, til að fá sem jafnast rennsli í lögninni og jafna dreifingu út í lokaða enda hennar. Loftræsta þarf siturlögnina og koma henni þannig fyrir að hvorki hún né malarbeðið undir frjósi á meðan á notkun stendur.

Siturlögn er lögð efst í malarbeð með kornastærð 16–25 mm, sem er að minnsta kosti 30 cm þykkt, en það á að nægja til þess að gera skaðlegar örverur úr skólpvatninu óvirkar.

Lengd siturlagnar getur verið mjög breytileg eftir gerð jarðvegs og vatnsnotkun á hverjum stað. Sé jarðvegur þéttur í sér ætti siturlögn fyrir íbúðarhús að vera 30–40 m en 15–20 m fyrir sumarbústað. Ekki er þó mælt með því að hvert rör í lögninni sé lengra en 20 metrar, þá skal frekar leggja rörin samsíða.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Umhverfisstofnun. (janúar 2004). útgefið efni. Sótt 28. desember 2009 frá Umhverfisstofnun: http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041129113936/www.ust.is/Frodleikur/UtgefidEfni/nr/63
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.