Schinopsis balansae
Útlit
Schinopsis balansae | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Schinopsis balansae Engl. |
Schinopsis balansae er harðviðartré sem myndar skóga í norð-austur Argentínu og Paragvæ. Tréð gengur einnig undir nöfnunum quebracho colorado chaqueño og quebracho santafesino. Tréð getur orðið 24 m hátt og meira en metri að ummáli. Trábolurinn er beinn með brúngráum berki. Viðurinn er afar þungur. Tréð er aðallega unnið vegna þess að úr því fæst quebracho seyði en það er 63 % hreint tannín eða sútunarsýra. Guebracho tréð var útnefnt þjóðartré Argentínu árið 1956.