Schenger heilkenni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Schenger heilkenni er mjög fátíður erfðasjúkdómur. Aðeins um 20 tilfelli eru þekkt í heiminum. Magnea Guðmundsdóttir eignaðist fjögur börn þar af þrjú með þennan sjúkdóm. Hún ritaði ævisögu sína árið 2008 með Sigmundi Erni Rúnarssyni og var sú bók mest selda ævisagan það ár jafnframt því að vera valin ævisaga ársins.

Einstaklingar með sjúkdómin lifa alla jafna mjög skamma stund en sumir ná 20 – 25 ára aldri. Sjúkdómurinn er einhverskonar vöðvarýrnunar sjúkdómur sem leggst fyrst á hjarta og augu og deyja sjúklingarnir venjulega því hjartað gefur sig. Einstaklingar með sjúkdóminn eru oftast blindir eða með mjög takmarkaða sjón.

Fyrir utan þessi tilfelli á Íslandi eru flest hinna í Finnlandi eða Hollandi.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]