Sammala.is

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sammala.is var undirskriftasöfnun áhugamanna til stuðning umsóknar Íslands um inngöngu í ESB í aðdraganda kosninga 2009.

Yfirlýsing undirskriftasöfnunarinnar var:

Við erum sammála um að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upptöku evru.

Þess vegna viljum við að þegar verði sótt um aðild að ESB og gengið frá aðildarsamningi þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi.

Um þetta erum við sammála þrátt fyrir að vera hópur fólks með margar og ólíkar skoðanir um flest annað. Við erum sammála hvert á eigin forsendum og höfum fyrir því okkar eigin ástæður og rök.

Við erum sammála um að aðildarsamning á að bera undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá munum við, eins og aðrir Íslendingar, gera endanlega upp hug okkar um hvort við erum enn sömu skoðunar og fyrr og greiða atkvæði í samræmi við það.

Við erum sammála um að ríkisstjórnin sem tekur við völdum að loknum kosningum 25. apríl eigi að hafa það eitt af sínum forgangsverkefnum að skilgreina samningsmarkmið og sækja um aðild að ESB.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]