Saga forritunarmála
Þessi grein fjallar um helstu breytingar og þróun í sögu forritunarmála.
Fimmti áratugurinn
[breyta | breyta frumkóða]Á fimmta áratugnum varð tölvan að því sem við þekkjum hana í dag. Rafknúin vél sem hafði minni og örgjörva. Sá litli hraði og það takmarkaða minni sem menn höfðu yfir að ráða neyddi forritara til þess að forrita í vélamáli. Það kom fljót í ljós að forritun í vélamáli var mjög krefjandi fyrir forritara og leiddi af sér mikið af villum.
Nokkur mikilvæg forritunarmál sem voru tekin í notkun á þessu tímabili:
- 1943 – Plankalkül (Konrad Zuse)
- 1943 – ENIAC forritunarmál
- 1949 – C-10
Sjötti og sjöundi áratugurinn
[breyta | breyta frumkóða]Á sjötta áratugnum varð bylting í hönnun forritunarmála og forritunarmál sem notuð eru í dag eiga mörg margt skylt með þessum málum og nokkur eru enn í notkun.
- FORTRAN, the "FORmula TRANslator, fundið upp af John W. Backus.
- LISP, the "LISt Processor", fundið upp af John McCarthy.
- COBOL, the COmmon Business Oriented Language, búið til af the Short Range Committee, undir miklum áhrifum frá Grace Hopper.
Það urðu tímamót seint á sjötta áratugnum þegar nefnd bandarískra og evrópskra tölvunarfræðinga gáfu út greinina “nýtt forritunarmál fyrir reiknirit”, the Algol 60 Report (the "ALGOrithmic Language"). Þessi grein fól í sér margar hugmyndir sem voru á reiki á þessum tíma og leiddi af sér meðal annars:
- Notkun Backus–Naur Form (BNF) til þess að lýsa málskipan forritunarmáls.
- Kynningu á lexical scoping.
Nokkur mikilvæg forritunarmál sem voru tekin í notkun á þessu tímabili:
- 1951 – Regional Assembly Language
- 1952 – Autocode
- 1954 – FORTRAN
- 1958 – LISP
- 1958 – ALGOL
- 1959 – COBOL
- 1962 – APL
- 1962 – Simula
- 1964 – BASIC
- 1964 – PL/I
1967–1978
[breyta | breyta frumkóða]Á tímabili frá seinni hluta sjöunda áratugarins til seinni hluta áttunda áratugarins urðu til mörg forritunarmál sem enn eru notuð.
- Simula, fundið upp seint á sjöunda áratugnum af Nygaard og Dahl sem viðbót við Algol 60, fyrsta málið sem studdi hlutbundna forritun.
- Smalltalk (miður áttundi áratugurinn) bauð upp á hreina hlutbundna forritun.
- C, var fundið upp af Dennis Ritchie og Ken Thompson hjá Bell Labs á milli 1969 og 1973.
- Prolog, hannað 1972 af Colmerauer, Roussel, og Kowalski, var fyrsta falla forritunarmálið.
Á þessu tímabili voru líka miklar deilur um hvort nota ætti GOTO skipanir í forritun. Mörg forritunarmál buðu ekki upp á GOTO skipanir og neyddu forritara til þess að skrifa skipulagðari kóða. Í dag er það talin góð högun að nota ekki GOTO skipanir þó svo að forritunarmálið bjóði upp á það.
Nokkur mikilvæg forritunarmál sem voru tekin í notkun á þessu tímabili:
Níundi áratugurinn
[breyta | breyta frumkóða]Á níunda áratugnum var ekki mikið um nýjungar í forritunarmálum. Bandaríkjastjórn tók í notkun Ada. C++ gerði það mögulegt að skrifa C hlutbundið.
Nokkur mikilvæg forritunarmál sem voru tekin í notkun á þessu tímabili:
Tíundi áratugurinn
[breyta | breyta frumkóða]Hraður vöxtur og vinsældir Internetsins um miðjan tíunda áratuginn kom af stað næstu öldu í þróun forritunarmála. Java forritunarmálið varð snemma vinsælt vegna samstarfs þeirra við Netscape vafrann. En mestar voru þó breytingarnar í minnismeðhöndlun við gerð forrita. Forritarar höfðu hingað til þurft að sjá um sjálfir að taka frá og eyða minni fyrir forritin sín en með hjálp ruslasafnarans var þetta vandamál úr sögunni.
Nokkur mikilvæg forritunarmál sem voru tekin í notkun á þessu tímabili:
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Sammet, Jean E., Programming Languages: History and Fundamentals (Prentice-Hall, 1969).