Grace Hopper

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Grace Hopper árið 1984

Grace Murray Hopper (9. desember 19061. janúar 1992) var bandarískur tölvunarfræðingur og undirflotaforingi í bandaríska sjóhernum. Hún var ein af þeim fyrstu sem forrituðu Harvard Mark I og þróaði fyrsta þýðandann fyrir forritunarmálið A-0 árið 1952.

Hopper lauk doktorsprófi í stærðfræði við Yale-háskóla árið 1934. Eftir að hafa sinnt stærðfræðikennslu við Vassar College gekk hún í bandaríska sjóherinn árið 1943 og varð árið eftir hluti af forritunarteymi Howard H. Aiken við Harvard. Árið 1949 hóf hún störf hjá Eckert-Mauchly Computer Corporation sem þróaði tölvuna UNIVAC I. Þar þróaði hún fyrsta þýðandann. Í kjölfarið vann hún að skilgreiningu og stöðlun forritunarmála á borð við COBOL og FORTRAN.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.