Sabrina Lloyd
Sabrina Lloyd | |
---|---|
Fædd | Sabrina Lloyd 20. nóvember 1970 |
Ár virk | 1988 - |
Helstu hlutverk | |
Wade Welles í Sliders Natalie Hurley í Sports Night Terry Lake í Numb3rs |
Sabrina Lloyd (fædd, 20. nóvember 1970) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Sliders, Sports Night og Numb3rs.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Lloyd er fædd í Fairfax í Virginíu en er alin upp í Eustis á Flórída. Hún byrjaði að leika tólf ára í uppfærslunni af Annie sem Pepper og kom hún síðan fram í hverfisleikhúsum á borð við: Baystreet Players í Eustis og Ice House Theater í Mt. Dora. Þegar Lloyd var fimmtán ára þá fór hún sem skiptinemi til Brisbane í Ástralíu þar sem hún bjó í ár. Þar fékk hún leiklistarþjálfun við Brisbane Royal Theatre Company. Lloyd fluttist til New York þegar hún var átján ára til að koma sér áfram sem leikkona.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta hlutverk Lloyd var í sjónvarpsþættinu Superboy árið 1988. Síðan þá hefur komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við: Law and Order og Ed. Árið 1995 þá var Lloyd boðið hlutverk í Sliders sem Wade Welles sem hún lék til ársins 1999. Síðan árið 1998 þá var henni boðið hlutverk í Sports Night sem Natalie Hurley sem hún lék til ársins 2000. Lloyd lék FBI atferlisfræðinginn Terry Lake í fyrstu þáttaröðinni af Numb3rs. Hefur Lloyd komið fram í kvikmyndum á borð við: That Night, On Edge, Something for Henry, The Girl from Monday og Universal Signs.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1992 | Chain of Desire | Melissa | |
1992 | That Night | Jeanette | |
1993 | Father Hood | Kelly Charles | |
1998 | Live Free and Die | ónefnt hlutverk | |
2001 | On Edge | Becky Brooks | |
2001 | Wanderlust | Amanda | |
2003 | Dopamine | Sarah McCaulley | |
2004 | Something for Henry | Anna | |
2004 | Melinda and Melinda | ónefnt hlutverk | óskráð á lista |
2004 | The Breakup Artist | Kara | |
2005 | The Girl from Monday | Cecile | |
2005 | Charlie´s Party | Sarah | |
2006 | The Last Request | Cathy | |
2007 | Racing Daylight | Vicky Palmer/Helly | |
2008 | Universal Signs | Mary | |
2010 | Hello Lonesome | Debby | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1988 | Superboy | Betsy | Þáttur: Bringing Down the House |
1989 | Molly | Still the Beaver | Þáttur: Shortcuts |
1992 | Law and Order | Kate ´Katie´ Silver | Þáttur: Intolerance |
1993 | CBS Schoolbreak Special | Sarah Thompson | Þáttur: Love Off Limits |
1994 | Lifestories: Families in Crisis | Heidi Leiter | Þáttur: More Than Friends: The Coming Out of Heidi Leiter |
1995-1999 | Sliders | Wade Welles | 48 þættir |
1998-2000 | Sports Night | Natalie Hurley | 45 þættir |
2000 | Madigan Men | Wendy Lipton | 5 þættir |
2002 | Couples | Annie | Sjónvarpsmynd |
2003 | Ed | Frankie Hector | 11 þættir |
2004 | DeMarco Affairs | Jessica DeMarco | Sjónvarpsmynd |
2004 | My Sexiest Mistake | Amy | Sjónvarpsmynd |
2005 | Numb3rs | Terry Lake | 13 þættir |
2008 | Wainy Days | Molly | Þáttur: Molly |
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Screen Actors Guild Awards
- 2000: Tilnefning fyrir besta leikhóp í grínseríu fyrir Sports Night
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Sabrina Lloyd“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 14. september 2011.
- Sabrina Lloyd á IMDb