Söngtríóið Þrír háir tónar (1967)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Söngtríóið Þrír háir tónar
Bakhlið
GEOK 258
FlytjandiSöngtríóið Þrír háir tónar
Gefin út1967
StefnaDægurlög
ÚtgefandiTónaútgáfan

Söngtríóið Þrír háir tónar er 45-snúninga hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1967. Á henni flytur Söngtríóið Þrír háir tónar fjögur lög. Platan er hljóðrituð í Mono. Ljósmynd og hönnun: Matthías Gestsson Prentun umslags: Valprent hf. Akureyri.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Siglum áfram. - lag - texti: Neggetti, Stokey - Friðrik G. Þorleifsson
  2. Haustljóð - lag - texti: Zulu - Friðrik G. Þorleifsson
  3. Heimþrá - lag - texti: Brian Wilson - Jóhannes úr Kötlum
  4. Útilegumenn - - lag - texti: Negetti, Stokey - Friðrik G. Þorleifsson

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir um það bil einu ári hófu þrír ungir menn, Arnmundur Backmann, Örn Gústafsson og Friðrik G. Þorleifsson að syngja og leika saman. Arnmundur og Örn leika á guitara og Fridrik á bassa. Þeir félagar fluttu aðallega þjóðlög og ýmis sönglög í léttum dúr. Þá kölluðu þeir sig Rím tríó. Rím tríóið hefur komið fram á skemmtistöðum víða um landið og hvarvetna vakið athygli fyrir samstilltan og góðan söng og skemmtilegt lagaval. Á síðastliðnu hausti var ákveðið ad fá piltana til að syngja og leika inn á hljómplötu. Þá ákváðu þeir að skipta um nafn, nú heita þeir Söngtríóið þrír háir tónar.
 
NN