Síldarkreppan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Síldarkreppan var efnahagskreppa á Íslandi sem hófst 1967 og stóð til 1969. Kreppan stafaði af hruni síldveiða við Ísland og endalokum Síldarævintýrisins sem hafði staðið sem hæst frá 1956, og þar áður milli 1946 og 1949. Ástæða kreppunnar var ofveiði og hrun í norsk-íslenska síldarstofninum sem stafaði meðal annars af fjölgun stærri fiskiskipa (yfir 100 tonna) og nýjum fiskleitartækjum sem nýttu sér bergmálstækni. Árið 1966 náði síldaraflinn sögulegu hámarki, yfir 770 þúsund tonnum, en árið eftir hrundi hann í 460.000 tonn, svo í 140.000 tonn og loks í 55.000 tonn árið 1969. Síldarstofninn tók ekki að rétta úr sér aftur fyrr en í kringum 1990. Kreppan olli samdrætti upp á 1,3% árið 1967 og 5,5% árið 1968, eftir mikinn hagvöxt síðustu fimm árin þar á undan. Árið 1969 tók efnahagurinn að rétta úr kútnum þegar Álverið í Straumsvík hóf starfsemi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.