Sílópokarotta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sílópokarotta

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Innflokkur: Pokadýr (Marsupialia)
Ættbálkur: Sílópokarottur (Microbiotheria)
Ætt: Microbiotheriidae
Tegund:
D. gliroides

Tvínefni
Dromiciops gliroides
Thomas, 1894

Undirtegundir
  • Dromiciops gliroides australis F. Philippi, 1893
  • Dromiciops gliroides gliroides Thomas, 1894
Samheiti

Didelphys australis Goldfuss, 1812
Dromiciops australis F. Philippi, 1893

Fjallaposa (einnig nefnd Sílópokarottan) er tegundafátækasti ættbálkur pokadýra með aðeins eina tegund. Fræðiheiti sílópokarottunnar er Microbiotheria og býr hún í þéttum skógum Suður-Ameríku.

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Sílópokarottan er lítið dýr á stærð við mús með frekar langan hala og stuttan og þéttan silkimjúkan feld. Feldurinn er brún-grár og undir hlið hans er grá-kremlitaður. Eyrun eru stutt og kringlótt og trínið er stutt. Þær eru 8-13 cm á lengd frá höfði til búks og lengd halans er um 9-13 cm. Lítill feldur er undir halanum svo þær hafi grip þar sem þær klifra mikið í trjám.

Genera mammalium (6260710210)

Hegðun[breyta | breyta frumkóða]

Sílópokarottan lifir aðallega í trjám í þéttum, rökum og svölum skógum Suður-Ameríku, þar búa þær líka til hreiður sem er auk þess notað til þess leggjast í vetrardvala. Áður en þær leggjast í dvala bólgnar halinn þeirra upp þar sem þær hafa safnað upp fitu yfir sumarið til þess að lifa á yfir veturinn. í dvala fer hjartsláttur þeirra úr 230 slögum í 30 slög á mínútu. Sílópokarottur eru næturdýr og eru þess mest virkar á næturna. Á daginn fara þær í dvala, en sú staða gerir henni kleift að lifa af slæm veður, matarskort og spara orku.

Mataræði[breyta | breyta frumkóða]

Sílópokarottur eru skordýraætur en borða mikið af ávöxtum á sumrin, sérstaklega af mistilteini. Þær eru einu dýrin sem dreifa mistiltein fræjum og til þess þarf fræið að fara í gengum meltingarveginn óskemmt.

Æxlun[breyta | breyta frumkóða]

Sílópokarottur lifa saman í pörum á æxlunartíma. Mökunartímabilið er á milli enda vetrar og byrjun vors og konan fæðir í byrjun nóvember. Fjöldi unga fer eftir hversu marga spena kvendýrið hefur og það eru vanalega tveir til fjórir. Ungarnir festa sig við spena móður sinnar fyrstu tvo mánuðina, eftir það byrja þeir að fara inn og útúr poka móður sinnar í stuttar skoðunarferðir sem breytast síðan í langar þangað til að þeir verða sjálfstæðir. Sílópokarottur verða síðan kynþroska á öðru ári.

Staðreyndir[breyta | breyta frumkóða]

Það var haldið að þessi ætt hefði verið útdauð í allavega 11 milljón ár þar til að sílópokarottan fannst í Andesfjöllum í Chile og Argentínu. Fjallaposa er eina tegundin í Microbiotheria. Á undanförnum árum hefur sílópokarottum fækkað vegna þess hvað heimkynni þeirra hefur minnkað. Skógar í Suður-Mið Chile horfast í augu við mikinn og alvarlegan þrýsting frá starfsemi og þróun mannana. Monito del monte er spænska heitið yfir Sílópokarottuna.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi spendýrsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.