Rudy Giuliani
Rudy Giuliani | |
---|---|
Borgarstjóri New York | |
Í embætti 1. janúar 1994 – 31. desember 2001 | |
Forveri | David Dinkins |
Eftirmaður | Michael Bloomberg |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 28. maí 1944 New York-borg, New York, Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarískur |
Stjórnmálaflokkur | Repúblikanaflokkurinn (1980–) Óháður (1975–1980) |
Maki | Regina Peruggi (g. 1968; sk. 1982) Donna Hanover (g. 1984; sk. 2002) Judith Nathan (g. 2003; sk. 2019) |
Börn | 2 |
Háskóli | Háskólinn á Manhattan New York-háskóli |
Starf | Lögfræðingur, stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Rudolph William Louis „Rudy“ Giuliani (f. 28. maí 1944) er bandarískur stjórnmálamaður, fæddur í Brooklyn í New York fylki. Hann gegndi stöðu borgarstjóra New York borgar á árunum 1994-2001. Hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 voru gerðar undir lok borgarstjóratíðar Giuliani og hann varð mjög kunnur og vinsæll fyrir viðbrögð sín við árásunum.
Giuliani sóttist eftir tilnefningu repúblikana í forsetakosningunum árið 2008 en hætti eftir slakt gengi í forkosningunum í Flórída. Hann gaf í kjölfarið þá yfirlýsingu að hann myndi styðja John McCain.
Frá árinu 2018 hefur Giuliani unnið sem lögfræðingur fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta.[1] Giuliani lék lykilhlutverk í tilraunum Trumps til að hnekkja niðurstöðum forsetakosninganna 2020, þar sem Trump tapaði endurkjöri fyrir Joe Biden. Meðal annars ávarpaði Giuliani stuðningsmenn Trumps í aðdraganda árásar þeirra á Bandaríkjaþing þann 6. janúar 2021, og sagði þeim að deilur þeirra um kosninganiðurstöðurnar yrðu aðeins leystar með „bardagaréttarhöldum“ (e. „trial by combat“).[2][3]
Giuliani var sviptur lögmannsréttindum í New York-fylki í júní 2021 fyrir að ljúga að dómstólum í málssóknum sínum til að fá kosningarnar 2020 dæmdar ógildar.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Giuliani til starfa fyrir Trump“. mbl.is. 20. apríl 2018. Sótt 24. október 2020.
- ↑ Samúel Karl Ólason (7. janúar 2021). „„Munið þennan dag að eilífu"“. Vísir. Sótt 30. maí 2021.
- ↑ „Did Rudy Giuliani Call for 'Trial by Combat' Before Trump Mob Broke Into Capitol?“. Snopes.com (bandarísk enska). Sótt 15. desember 2021.
- ↑ Þorvaldur S. Helgason (24. júní 2021). „Giuliani sviptur lögmannsréttindum“. Fréttablaðið. Sótt 29. júní 2021.
Fyrirrennari: David Dinkins |
|
Eftirmaður: Michael Bloomberg |