Rauðanes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rauðanes, áður Raufarnes, er bær á Mýrum, skammt frá Borg á Mýrum.

Sögur og sagnir[breyta | breyta frumkóða]

Segir svo í Egils sögu að þar hafi Skallagrímur Kveldúlfsson haft smiðju og stundað þar rauðablástur. Enn fremur að þá er Skallagrím vanhagaði um hentugan stein, harðan og sléttan til að lýja á járnið, hafi hann róið út á fjörðinn og kafað þar eftir hentugum steini. Steininn þann fann hann fyrir utan Miðfjarðareyju ólíkan mjög öðru grjóti í nágrenni Rauðaness, hóf upp í bát sinn og reri með til lands og lagði fyrir utan smiðjuna. Ber sögum ekki saman um hvort hann sé þar enn, af sumum er talið að hann sé aftur kominn á sinn stað í sjónum, en aðrir telja sig hafa séð hann og segja á sínum stað, brimsorfinn og barinn mjög að ofan.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.