Raftækjaeinkasala ríkisins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Raftækjaeinkasala ríkisins tók til starfa 1. júní 1935. Það var hluti af tilraunum ríkistjórnarinnar til að vinna gegn afleiðingum ört minnkandi gjaldeyristekna þjóðarbúsins í Kreppunni.[1] Auk þess var komið á fót Bifreiðaeinkasölu ríkisins en áður hafði Viðtækjaverslun ríkisins fengið einkaleyfi á sölu útvarpa og loftskeytatækja í tengslum við stofnun Ríkisútvarpsins. Enginn annar mátti flytja til landsins rafvélar, rafala, rafhitunartæki, rofa, raflampa, rafhlöður og fleira. Rafvirkjar og rafvirkjameistarar börðust gegn þessum fyrirætlunum af miklum krafti.

Hallgrímur Bachmann formaður Rafvirkjafélags Reykjavíkur sendi ríkisstjórninni bréf þar sem þessu er mótmælt, þetta sé fyrsta einkasalan sem sett er á stofn er við kemur sérstétt og þar hafi engir fengið að komið að málinu sem hafi til að bera sérþekkingu: „Þetta er slæmt fordæmi og getur alls ekki svo til gengið. Þetta er hrein móðgun við stéttina, en ef við erum nógu samtaka fáum við þessu breytt. Ef einhverjir vilja svíkjast undan merkjum blokkerum við þá.“ Um þetta var barist næstu ár og var einkasölunni lokað árið 1940 þegar þjóðstjórnin tók við völdum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Gjaldeyrisvandræðin atvinnuleysið - og iðnaðurinn“. Morgunblaðið, 22.11.1938. Sótt 10. mars 2013.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.