Fara í innihald

Rökkvi Vésteinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af Rökkva Vésteinssyni

Rökkvi Vésteinsson (fæddur 22. mars 1978) er úr Reykjavík. Hann er skemmtikraftur og uppistandari. Hann er stofnandi og eigandi síðunnar uppistand.is, sem er tileinkuð uppistandi á Íslandi[1]. Rökkvi útskrifaðist með B.S.-próf í lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 2002[2] og B.S.-próf í tölvunarfræði árið 2004[3].

Uppistand víðsvegar um heiminn

[breyta | breyta frumkóða]

Rökkvi hefur komið fram með uppistand á fimm tungumálum: íslensku á Íslandi og Englandi, á ensku í Kanada[4], Írlandi, Hollandi og Belgíu[5], Skotlandi og Íslandi, dönsku á íslandi og á Grænlandi, á sænsku á Íslandi, Svíþjóð og Noregi og á þýsku í Þýskalandi[6] og á Íslandi[7]. Árið 2006 vann hann í fyrstu umferð af The Great Canadian Laugh off keppninni í Ottawa, Kanada[8].

Þátttaka í Fyndnasta manni Íslands og deilur við skipuleggjendur

[breyta | breyta frumkóða]

Rökkvi hefur í tvígang tekið þátt í Fyndnasta manni Íslands keppninni, 2003 og 2007. Hann féll úr keppni í bæði skiptin í undanúrslitum. Í bæði skiptin gagnrýndi hann keppnina og framkvæmd hennar, sem var haldin af Vodafone 2003 (sem héldu keppnina aldrei aftur) og AM Events og Oddi Eysteini Friðrikssyni árið 2007[9][10][5][11].

Góðgerðarstarf

[breyta | breyta frumkóða]

Frá og með október 2007 og til janúar 2014 gaf Rökkvi allan ágóða af uppistöndum sínum, öðru gríni og framkomum til góðgerðarstarfsemi, m.a. til Barnaspítalasjóðs Hringsins, UNICEF og Umhyggju (Félag til stuðnings langveikum börnum) með það markmið að safna í heild einni milljón.[9][11][12] Það markmið náðist í janúar 2014[13]

Innrásarvíkingarnir

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2011 stofnuðu Rökkvi, Bergvin Oddsson og Óskar Pétur Sævarsson uppistandshópinn Innrásarvíkingana.[14]. Síðar tók Elva Dögg Gunnarsdóttir við af Óskari í hópnum[15]. Innrásarvíkingarnir komu fram víðsvegar um Íslandi árið 2011 en hópurinn var síðan lagður niður.

Grínhátíðir og innflutningur á erlendum uppistöndurum

[breyta | breyta frumkóða]

Rökkvi hélt fyrstu grínhátíðina á Íslandi "Iceland Christmas Comedy Festival" í desember 2009.[16] Árið 2012 hélt hann síðan grínhátíðina "Iceland Comedy Festival 2012" með grínistunum DeAnne frá Bandaríkjunum Smith og Freddie Rutz frá Sviss[7]. Iceland Comedy Festival 2013 var haldin í nóvember 2013 með breska uppistandaranum Tiernan Douieb[17] og kanadíska uppistandaranum Paul Myrehaug[18][19]. Auk uppistandara sem komið hafa fram á Iceland Comedy Festival hefur Rökkvi flutt inn og haldið uppistönd með belgíska grínistanum Lieven Scheire[20], kanadíska grínistanum John Hastings[21] og hinni bandarísku Jessicu Delfino[22].

Brasilískt jiu jitsu

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2010 skoraði Rökkvi á uppistandarann Halldór Halldórsson að glíma við sig í brasilísku jiu jitsu.[23][24] Árið 2013 skoraði Rökkvi síðan á söngvarann Geir Ólafsson að glíma við sig með blönduðum reglum af judo og brasilísku jiu jitsu, þar sem ágóði af glímunni færi til Barnaspítalasjóðs Hringsins[25]. Rökkvi sigraði þá glímu og söfnuðust 56.500 kr fyrir Barnaspítalasjóð[12].

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Uppistand.is á Isnic, ([1][óvirkur tengill])
  2. Brautskráðir kandídatar 2. febrúar 2002 , hi.is, 2.febrúar 2002, ([2] Geymt 6 mars 2013 í Wayback Machine)
  3. Brautskráning 19. júní 2004 , hi.is, 19.júní 2004, ([3] Geymt 30 mars 2013 í Wayback Machine)
  4. Með uppistand í kanadískri stofu, Visir.is, 23.júní 2009, ([4]).
  5. 5,0 5,1 Fréttir af fólki, Visir.is, 3.feb 2008, ([5][óvirkur tengill]).
  6. Reyndi að vera fyndinn á þýsku, Visir.is, 24.apríl 2012, ([6])
  7. 7,0 7,1 Grín á þremur tungumálum, Visir.is, 31.ágúst 2012, ([7])
  8. Íslenskt grín of gróft fyrir Kanadamenn, Visir.is, 12.sept 2006, ([8][óvirkur tengill]).
  9. 9,0 9,1 Uppistandarar í uppnámi, Visir.is, 18.janúar 2008, ([9][óvirkur tengill]).
  10. Sakar Odd um ósannindi, Visir.is, 19.janúar 2008, ([10][óvirkur tengill])
  11. 11,0 11,1 Rökkvi selur "skemmda vöru", Visir.is, 23.apríl 2008, ([11][óvirkur tengill])
  12. 12,0 12,1 Rökkvi sigraði Geir Ólafs í glímu, Visir.is, 22.júlí 2013, ([12])
  13. Grínaði til góðs í rúmlega sex ár, Visir.is, 8.janúar 2014, ([13])
  14. Uppistandshópurinn Innrásarvíkingarnir stofnaður, Visir.is, 27.júní 2011, ([14][óvirkur tengill]).
  15. Elva Dögg í Innrásarhóp, Visir.is, 25.ágúst 2011, ([15]).
  16. Grínhátíð haldin fyrir jólin, Visir.is, 8.desember 2009, ([16]).
  17. Fyndinn Hobbiti á Íslandi, Visir.is, 7.nóvember 2013, ([17])
  18. Kanadískur kúreki gerir allt vitlaust, Visir.is, 19.nóvember 2013, ([18])
  19. Iceland Comedy Festival heldur áfram í kvöld, Visir.is, 21.nóvember 2013, ([19])
  20. Belgískt grín, Visir.is, 21.júlí 2009, ([20])
  21. Kanadískur grínari gerir víðreist í vikunni, Visir.is, 18.febrúar 2013, ([21])
  22. Amerískt uppistand á Bylgjunni, Visir.is, 19.desember 2013, ([22])
  23. Páskamót Pedro Sauer, Bardagi.is, 15.apríl 2010, ([23][óvirkur tengill])
  24. Rökkvi skorar á Dóra DNA í jújítsú, Visir.is, 9.apríl 2010, ([24])
  25. Berjast fyrir Barnaspítalann, Visir.is,20.júní 2013, ([25])

Blaðagreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.