Ríkharður 3. Englandskonungur
Ríkharður 3. (2. október 1452 – 22. ágúst 1485) var konungur Englands frá 1483 til 1485. Ríkharður var síðasti konungur Englands af York-ættinni.
Ríkharður var sonur Ríkharðs Plantagenet, 3ja hertoga af York og Cecily Neville. Hann var einnig bróðir Játvarðs 4. englandskonungs. Ríkharður var tryggur stuðningsmaður Játvarðs meðan hann var konungur og varð ríkur og valdamikill í hans valdatíð.
Þegar Játvarður 4. lést árið 1483 voru synir hans tveir á undan Ríkharði í röðinni um að erfa krúnuna. Sá eldri var 12 ára og tók við krúnunni sem Játvarður 5.. Játvarður var hins vegar fljótlega tekinn til fanga og læstur inni í Lundúnaturni ásamt 9 ára bróður sínum, Ríkharði af Shrewsbury, 1. hertoganum af York. Fljótlega var því lýst yfir að drengirnir væru ekki lögmætir erfingjar krúnunnar og Ríkharður 3. varð konungur Englands. Ekkert spurðist til drengjanna tveggja eftir þetta og eru örlög þeirra ráðgáta enn í dag, þótt flestir telji að Ríkharður hafi látið taka þá af lífi.
Ríkharður var giftur Anne Neville, en hún dó árið 1485 og átti Ríkharður þá engan lögmætan erfingja því sonur þeirra hafði dáið árið áður.
Sama ár mætti Ríkharður Hinrik Tudor í bardaganum við Bosworth þar sem nokkrir af hershöfðingjum Ríkharðs sviku hann og gengu í lið með Hinriki. Útkoma bardagans var sú að her Ríkharðs beið ósigur og hann sjálfur lést. Hinrik var þá krýndur konungur sem Hinrik 7.
Fyrirrennari: Játvarður 5. |
|
Eftirmaður: Hinrik 7. | |||
Fyrirrennari: Játvarður 5. |
|
Eftirmaður: Hinrik 7. |