Pussy Riot

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pussy Riot
Upplýsingar
Uppruni Rússland, Moskva
Ár2011
StefnurPönktónlist

Pussy Riot er rússnesk pönkhjómsveit, stofnuð í Moskvu árið 2011. Söngtextar hennar einkennast af pólitísku andófi og róttækum femínisma. Pussy Riot hefur sent frá sér sex lög og fimm myndbönd. Sveitin setur upp pólitíska andófsgjörninga og beinir spjótum sínum gjarnan að yfirvöldum. Þann 21. febrúar 2012 settu fimm liðsmanna hennar upp gjörning sem nefndist pönkbæn í dómkirkju í Moskvu. Þær gengu að altarinu og fóru með ákall til Maríu guðsmóður um að losa landið við Vladímír Pútín, auk svívirðinga í garð rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna. Þær voru stoppaðar eftir hálfa mínútu af gjörningnum. Eftir að hafa sett myndband af gjörningnum á netið í mars á sama ári voru þrjár þeirra handteknar og kærðar. Þann 17. ágúst 2012 voru þær dæmdar til að sæta tveggja ára refsivist í vinnubúðum. Í dómsúrskurði eru hljómsveitarmeðlimir sagðir hafa grafið alvarlega undan samfélagslegri reglu og sýnt trúmönnum algert virðingarleysi. Málið hlaut gríðarlega athygli og hafa rússnesk stjórnvöld sætt harðri gagnrýni, enda sé dómurinn aðför að málfrelsi í Rússlandi og til marks um alræðiskennda stjórnarhætti.

Árið 2022 kom hljómsveitin til Íslands til æfinga í boði Ragnars Kjartanssonar listamanns. [1] Ári síðar hlutu þær íslenskan ríkisborgararétt. [2]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Pussy Riot er hér á landi Rúv, skoðað 9. maí 2022
  2. Liðskonur Pussy Riot fá íslenskan ríkisborgararétt Rúv, sótt 9/5 2023
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.