Próf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Próf er hvers kyns raun sem einhver eða eitthvað er látin reyna til að kanna getu eða hæfni. Gott dæmi eru próf í skólum til að athuga eða kanna á kunnáttu og hæfni nemanda. Oft er talað um að nemendur taki, þreyti eða gangi(st) undir próf. Alveg eins geta bílar farið í áreksturspróf til þess athuga hversu öruggir þeir eru. Þá getur próf einnig merkt að einhver hafi fengið staðfestingu þess að hann hafi staðist próf, þ.e.a.s. hefur prófgráðu eða prófskírteini (sbr. „ég er með próf í vélstjórn og má sjá um viðhald skipsvéla“).

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Árni Böðvarsson (1963). Íslenzk orðabók- handa skólum og almenningi. Bókaútgáfa Menningarsjóða.
  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.