Plagíóklas
Útlit
Plagíóklas tilheyrir hópi feldspata og er þar af leiðandi sílíkatsteind.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Til plagíóklass teljast steindir sem eru úr natríumfeldspati (NaAlSi3O8) og kalsíumfeldspati (CaAl2Si2O8) í mismunandi hlutföllum. Plagíóklas verður basískara eftir því sem kalsíumhlutfallið verður hærra. Plagíóklas er oft með samsíða rendur (e: striation) sem hjálpa við að greina það og er glært eða hvítt á litinn.
- Efnasamsetning: NaAlSi3O8 og CaAl2Si2O8
- Kristalgerð: Mónóklín, tríklín
- Harka: 6-6½
- Eðlisþyngd: 2,61-2,76
- Kleyfni: Góð
Plagíóklasaröðin
[breyta | breyta frumkóða]- Albít (NaAlSi3O8)
- Oligoklas ((Na,Ca)Al(Si,Al)3O8)
- Andesín ((Na,Ca)Al(Si,Al)3O8)
- Labradorít (Ca,Na)Al(Si,Al)3O8)
- Bytownít (Ca,Na)(Si,Al)4O8)
- Anortít (CaAl2Si2O8)
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Plagíóklassteindir eru kalsíumríkar í basalti og gabbrói en natríumríkar í granófýri og graníti. Í andesíti er jafnmikið af hvoru og sums staðar er svo mikið af hvítum plagíóklasdílum í berginu að það líkist blóðmöri, dæmi um þetta er Þjórsárhraun.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
- Þorleifur Einarsson (1994) Myndun og mótun lands: Jarðfræði. ISBN 9979-3-0263-1