Fara í innihald

Paul Watson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Paul Watson
Paul Watson í janúar 2009 fyrir framan Steve Irwin.
Fæddur
Paul Franklin Watson

2. desember 1950 (1950-12-02) (74 ára)
StörfAðgerðasinni
MakiStarlet Lum
Lisa DiStefano
Allison Lance
VefsíðaSeaShepherd.org

Paul Franklin Watson (f. 2. desember 1950) er kanadískur umhverfis- og dýraverndunarsinni sem stofnaði og stýrir Sea Shepherd Conservation Society.

Watson hefur verið umhverfis- og dýraverndunarsinni allt frá unga aldri. Hann tók þátt í kjarnorku mótmælum Sierra Club árið 1969 aðeins 19 ára gamall. Hann var einn af fyrstu meðlimum Greenpeace. Watson vildi hefja beinar aðgerðir gegn veiðimönnum en það leiddi til deilna innan Greenpeace. Hann hafð verið í áhöfn Greenpeace til 1977 en þá fór hann frá borði og stofnaði sín eigin samtök; Sea Shepherd Conservation Society.

Watson við Íslandsstrendur

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1986 komu Rod Coronado og Dave Howitt verkfræðingum úr Sea Shepherd Conservation Society áhöfninni til Íslands. Rod Coronado og Dave Howitt sökktu hvalveiðiskipunum Hvalur 6 og Hvalur 7 í Reykjavíkurhöfn og skemmdu hvalkjötsvinnsluna í Hvalfirði. Þúsundir stórhvela hafa verið skorin í hvalstöðinni en enn þann dag í dag eru um 150 langreyðar skornar þar ár hvert, en langreyður er á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu í öllum heimshlutum. Árið 1988 flaug Watson til Íslands til að taka á sig fulla ábyrgð á verknaðinum. Ríkisstjórn Íslands neitaði að leggja fram kæru á hendur Watson vegna hættu á milliríkjadeilu en hvalveiðar í atvinnuskini hafa verið bannaðar síðan 1986. Með hvalveiðum í atvinnuskyni hafa íslendingar verið að að brjóta alþjóðalög. Eftir þennan atburð afturkallaði Alþjóðahvalveiðiráðið áheyrnafulltrúa Sea Shepherd úr Alþjóðahvalveiðiráðinu.

Handtaka á Grænlandi

[breyta | breyta frumkóða]

Sumarið 2024 var Watson handtekinn í Nuuk að beiðni japanskra yfirvalda. [1] Watson var sleppt í desember sama ár. [2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Búist við að Paul Watson verði áfram í gæsluvarðhaldi Rúv, sótt 3. október 2024
  2. Paul Watson er löslatt ifölge grönlandsk politi Verdens Gang, sótt 18. desember, 2024