Púkk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Púkk er spil sem spilað var með venjulegum spilastokk. Það var eins og alkort og treikant vinsælt jólaspil. Í púkki eru notaðir spilapeningar en það geta verið venjulegir peningar en einnig var hægt að spila um þorskkvarnir, kaffibaunir eða glerbrot. Krakkar söfnuðu miklu af þorskkvörnum til að eiga sem mest af spilapeningum.

Spilarar geta verið frá tveimur og upp í sjö og hver spilari þarf að vela sér spil, tíur, mannspil og ása og einn laufgosann en hann er pamfíllinn. Úr venjulegum spilastokk eru tekin lágspilin frá tvisti til fimmu. Stundum eru sexur og sjöur líka teknar út. Í upphafi fá allir jafna spilapeninga til að spila úr og þegar spilin eru gefin þurfa allir að greiða einn spilapening í púkkið.

Spilarar geta verið frá tveir til sjö. Hver og einn spilari þarf að velja sér mannspil frá ás til 10 og einn laufgosann sem er panfíllinn.

Þegar spilin eru gefin þurfa allir að greiða einn spilapening í púkkið. Gefin eru 5 spil á hendi eitt í einu og búnkanum hvolt og eitt spil látið velta, sá litur sem kemur upp er ráðandi. Þannig að ef spaði kemur upp, þá geta þeir sem hafa spaðaásinn á hendi sýnt spilið og rukka þann sem hefur valið sér að vera ás um einn spilapening og svo frv. Hafi einhver laufgosann þarf sá sem er panfílinn að borga sama hvaða litur er ríkjandi. Þess vegna fær sá sem er með laufgosann á hendi greitt frá tveimur ef laufið er ríkjandi. Sá sem er með tvö sex á hendi fær púkið eða sá sem er með panfílinn og eitt sex. Hafi tveir tvö sex eða sex og panfílinn, skiptist púkkið á milli þeirra. Enginn fær greitt nema að sýna spilið sem verið er að rukka fyrir.

Fyrstur lætur út sá sem er sólarhringsmegin við þann sem gefur og ræður hann hvaða spil hann lætur út af sinni hendi.  Ef hann t.d. lætur út hjartatíu, þá má sá næsti smeigja hjartaníu undir bunkann og svo má setja ofaná hjartatíuna hjartagosa o.s.frv. Þegar ásinn er kominn, þá má sá sem hann lætur út ráða hvaða spil er næst, eins ef stokkurinn stoppar einhverstaðar þá má sem á síðasta spilið láta út næst.

Alltaf má smegja undir eitt spil einu lægra spili, en það má ekki trekkja á þann hátt.  Sá sem trekkir (klárar spilin sín og vinnur spilið), fær greitt frá hinum eina kaffibaun, glerbrot eða hvaða spilapeningar sem eru í gangi fyrir hvert spil sem þeir hafa á hendi.

Þegar spilarar eru búnir með spilapeningana sína, geta þeir slegið lán hjá bankanum og haldið áfram að spila.

Leikurinn hættir þegar allir geta komið sér saman um að hætta, þó einn fari þarf leikurinn ekki að hætta. Ef sá sem er með kónginn fer getur sá sem er með tínuna fengið kónginn ef hann vill. Spilapeningar þess sem hættir gengur til bankans en oftast er sá sem fer eða hættir í spilinu[1] blankur og skuldum vafinn.

En fólk hefur reglurnar eftir sínu höfði, margir vilja ekki leyfa að smegja spili undir vegna þess að það getur valdið misklíð, eins var oft rifist um það hvort það mætti setja eitt spil ofaná eftir að það var búið að trekkja.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://estersv.blog.is/blog/estersv/entry/380166/
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.